Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 71
eimreiðin
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
231
alveg hjá okkur og sitja heima kjördaginn. En við því var líka
séð af kjörstjórnunum, höfðu þeir kerru- eða keyrslu-menn í
förum allan daginn. Bílar voru þá ekki orðnir aðalsamgöngu-
tæki þar um slóðir, og urðu ekki fyrr en ári til þremur síðar.
«Lúxus“-kerrur þær sem þá tíðkuðust, voru flestar fjögra til
®ex manna för, dregnar af tveimur hestum og nefndust „demokrat“,
en á hvaða forsendum veit ég aldrei.
Rann nú kjördagurinn upp, bjartur og blíður. Við bræður
gátum lieima eins og til var stofnað, og tókum okkur fyrir
Lendur að hreinsa rætur úr nýplægingu skammt suður af húsinu.
Leið svo fram að nóni, að ekkert bar til tíðinda. En þá kemur
Alhert Peterson (raunar Jakobsson Péturssonar, þess er fyrr
getur) akandi í „demokrat“, og segist vera sendur eftir okkur.
^ ið settum upp sinn liundshausinn hvor og sögðumst hvergi
Hiundu fara. En Albert sat fastur við sinn keip, sagðist hafa
strengilegar skipanir um að koma okkur á kjörstaðinn, og ef
Lann kæmi þangað slyppur, mimdi hann verða sendur eftir okkur
a nýjan leik. Og eins og allt var í pottinn búið, Albert góðvinur
°Lkar allra, ágætur tenór og máttarstoð karlakórsins, þá treyst-
umst við ekki til að gera alvöru úr þrjózkunni og stigum allir upp
1 farkost Alberts. Tókum við nú brátt ofan hundshausana, slógum
öllu í grín og létum senn fjúka í kveðlingum. Man ég aðeins eina
Vlsu af þeim kveðskap, mun sú hafa verið stíluð til Alberts fyrir
Lranalega keyrslu, og er liún svohljóðandi:
„Hann er að mölva málskúms-„demókratann“,
býsna pratinn „bluffs“s við stjá,
bölvaður rati „anyhow44.1)
Legar á kjörstaðinn kom, voru útverðir hinna frjálslyndu léttir
a Lrúnina, en hinir öllu þyngri, grunuðu þeir okkur bersýnilega
Uni græsku, en létu þó kyrrt, áttu kannske sjálfir einhvers staðar
óhreint mjöl í pokanum. Lauk svo þessum kosningum, að Wilhelm
hafði sigur, enda þingmaður næsta kjörtímabil á undan. Nokkrir
seðlar voru auðir.
Aokkrum dögum síðar, 27. júní, var svo liin fyrirhugaða
afmaelig-hátíð haldin að Bræðraborg, eins og til var stofnað.
^ Bluff = óheilindi, gabb; anyhow (frb. ennihá) = samt sem áður, bvort
sem er.