Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 72
232
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
EIMREIÐIN
Sótti þangað fjölmenni mikið, einkum úr eystri hluta byggðar-
innar. Kom það á þeim farartækjum sem fyrir liencli voru,
flestir í vögnum eða kerrum, sem liestar gengu fyrir, nokkrir
með uxa í fararbroddi og einstöku í bílum. Veður var hið
fegursta, en í heitasta lagi. Fór bátíðin liið bezta frarn, með
söng, ræðuhölduin og ýmsum smáatriðum, svo sem sýningu og
kynningu elztu landnema byggðarinnar o. s. frv. Samkomunni
stjórnaði Jón Janusson sveitarskrifari, og fórst lionum það mjÖg
skörulega. Þá þótti og söngurinn takast með ágætum. Aðal-
ræðumenn voru þingmanna-efnin, Jón og Wilhelm — og Sig.
Júl. Jóhannesson, skáld og læknir frá Winnipeg. Mælti bann
fyrir minni íslands og lagði út af þjóðsögninni um selamönnnu,
sem átti 7 börn í sjó og 7 á landi. Kvað liann persónugerfing
íslands, Fjallkonuna, vissulega stadda í sporum selamönnnu að
því leyti, að bún ynni jafnt öllum börnum sínum, og engu síður
þeim, sem af ýmsum ástæðum hafi fjarlægzt liana, en liennar
mesti barniur væri, ef þau, liin fjarlægu börnin, gerðu sig sek uin
ræktarleysi við föður- og móðurlandið, enda bæri slík liegðun
einungis vott um manndómsleysi og ódrenglyndi gagnvart öllu
og þá ekki sízt fósturlandinu. Þeir, sem afræktu sitt eigið þjóð-
erni, væru ólíklegastir allra til að reynast nýtir þegnar liins
nýja þjóðfélags. Islenzki arfurinn mætti aldrei glatast, lieldur
ætti hann að verða einskonar salt í þjóðargrautinn vestra.
Wilhelm talaði í líkum dúr. Hann mælti fvrir minni Vestur-
íslendinga og lagði út af eftirfarandi vísu úr kvæðinu „Jörundur
eftir Þorstein Erlingsson:
„En margt var, sem öðling liér aflaga fann,
er umbótin varð lionum frjáls,
liann byrjaði á bestunum bardaga þann
og bútaði stertinn til hálfs.
Því þótti ekki klárunum kóngsstjórnin góð
og kalt vera Jörundar þel.
En ungfrúrnar störðu á þann engelska móð
og undruðust livað bann fór vel“.
Hann kvað sér grunsamt um, að ýmsum innflytjendum bafi
orðið full starsýnt á „móðinn“ í nýja umbverfinu og orðið
lielzt til fljótir að aðbyllast hann á þann liátt sem sízt skyldi»