Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 73
EIMREIÐIN
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
23$
en jafnframt grunaði sig, að þeir liinir söniu ættu vafasaman.
þátt í að auka liróður Vestur-íslendinga í augum hérlenda
fólks. Hann kvað það misskilning, að Kanada sæktist eingöngu
eftir handafli innflytjenda sinna, heldur miklu fremur eftir
manndómi og andlegri atgjörvi. Góðu heilli hafi líka megnið
af Vestur-íslendingum sýnt það í allri umgengni, að þeir séu
af góðu bergi brotnir, þess vegna séu þeir í meira áliti nú en
nokkur annar framandi þjóðflokkur, bæði í Kanada og Banda-
ríkjunum. Að lokum lagði liann áherzlu á það, að heilbrigður
þjóðernismetnaður væri öruggasta leiðin til metorða í þessu
nýja fósturlandi.
Jón Wíum mælti fyrir minni byggðarinnar. Hann kvað það-
enga tilviljun, að íslendingar urðu fvrstir hvítra manna til
að nema þessa frjósömu byggð, því að landnámshugur væri
þeim í blóð borinn. Hann kvað líka gott til þess að vita, aA
frá því er sveitarstjórn var fyrst sett á laggirnar hafi íslend-
ingar jafnan verið þar mestu ráðandi, en þeim völdum megi
þeir aldrei sleppa. Annars varð ræða lians endaslepp, því aff
skyndilega skall yfir úrhellis-rigning með skruggum og eld-
gangi. Flýði þá liver sem skjótast hann gat, ýmist inn í sam-
komuhúsið Bræðraborg eða álíka stórt liesthús, sem stóð þar
rétt hjá. Hafnaði ég í síðari staðnum, en hálf smeykur þó,.
því að í þá daga var ég sæmilega lífhræddur, og þó ekki jafn
hræddur við neitt og eldingar. Hafði ég komizt í full náin
kynni við eina þeirra fimm árum áður, og var ekki fyllilega
húinn að ná mér eftir þann kunningskap. En skruggubylurinn
stóð ekki lengi yfir. Eftir liálfa klukkustund var aftur komið
sólskin og blíða, en með hreinna lofti. Var þá aftur tekið til
þar sem frá var horfið. Ýmsir fluttu stuttar tölur, við sungum
eitthvað meira, elzta fólkið úr landnemahópnum var kynnt
af ræðupalli, þreytulegt fólk, en svo frómlegt í fasi og sjón,.
að svo ómannglöggur rati sem ég er, sé það fyrir mér enn.
í*á var elzti hestur byggðarinnar leiddur upp á pallinn, skepna
á þrítugs ahlri, enda hrörlegur nokkuð. Hann hélt enga ræðu.
Loks var sungið: „God save the king“ og „Eldgamla ísafold“,
°g þar með var samkomunni slitið. Síðan fór hver heim til
sín.
Leið svo fram sumarið, með hraðversnandi horfum hvað stríðs-