Eimreiðin - 01.07.1948, Page 74
234
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
EIMREIÐIN
málin snerti, einkum fyrir þá sem voru á herskyldualdri og ekki
vildu fara í herinn. Stjórnin gaf út bráðabirgða-lög um her-
skyldu, og öðluðust þau gildi 17. september, kl. í Ottawa 17.00,
þ. e. 5 síðdegis. Jafnframt kom út tilskipun um, að sambands-
kosningar skyldu fara fram 17. dezember, og skyldu kosninga-
úrslitin ráða framlengingu herskyldulaganna. Áttu kosningar
þessar þannig að leiða í ljós þjóðarviljann í berskyldumálinu.
En nú var sem allt vildi snúast á eina sveif gagnvart lierskyldu-
andstæðingum, því að síðsumars klofnaði liberal-flokkurinn á
málinu, sem fyrr getur, og gekk sá klofningur í lið með íbalds-
sinnum, svo að ekki var lengur neitt vafamál, að Laurier mvndi
bíða lægri hlut í kosningunuin 17. dezember, enda varð sú
raunin á.
Fyrsta framkvæmd lierskyldulaganna var tilskipun um, að allir
karlar á aldrinum 21 til 45 ára skyldu „registera“, eins og það
var kallað á öllum tungum vestur þar, liver á sínu póstbúsi.
Ekki geðjaðist okkur sunium, sem vorum á lierskyldu-aldrí, að
þessari ráðstöfun stjórnarinnar, þó að vitanlega væri það skyn-
samlegasta framkvæmd liennar að svo komnu, eins og sakir stóðu.
En það var bara þetta: að þó við síður en svo elskuðum Þjóð-
verjana, böfðum við saint enga löngun til að skjóta þá, og þó
þaðan af minni löngun til að láta þá skjóta okkur. Nú hagaði
svo til með okkur bræður, að enginn okkar var kanadiskur
þegn. Yar því spurningin, hvort okkur kæmi herskyldan nokkuð
við, og hvort við værum þá ekki undanþegnir skrásetningu?
Einkum var mér mjög annt um að komast eftir þessu. Ég liafði
um þessar mundir margt á prjónunum, var fullur af músikölskum
áhuga og andagift, og mátti ekki bugsa til að hlaupa frá því
öllu, auk þess sem ég vissi, að mamma mundi vart geta afborið
þannig vaxinn skilnað. Eins og oft þessi misseri, var ég um þetta
leyti starfsmaður bjá Hermanni Nordal í Leslie, og dag nokkurn
rakst Hermann á þá upplýsingu í blaðinu Free Press, að þeim,
seni ekki væru kanadiskir þegnar, bæri engin skylda til að
registera. Varð ég svo glaður við þá frétt, að ég fór þegar inn í
sælkerabúð þar á staðnum og „trakteraði“ alla, sem þar voru
staddir í svipinn, á gosdrykkja-sulli, kostaði það víst um eða yfir
einn dollar, en það þótti manni ærinn „spandans“ í þá daga. Var
lítið í afgangi með, að ég béldist í vinnunni það sem eftir var