Eimreiðin - 01.07.1948, Side 75
Eimreiðin
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
235
dagsins, svo sólginn var ég í að færa bræðrum mínum, og þó
einkum mömmu, þessa gleðifrétt. Leið svo fram um hríð.
Þá var það dag nokkurn síðar um haustið, að við bræður allir
vorum staddir í Leslie. Vorum við Þorsteinn á rangli saman, að
svipast eftir Páli, sem hafði vikið sér eitthvað frá, en annars
vorum við búnir til heimferðar, og innan skamms kom svo Páll
aðvífandi.
«Hvar hefur þú verið“? spurðum við.
«Ég var að registera“ svaraði Páll.
„Er það nú vizka“? sagði Þorsteinn, og jafnvel húfan á honum
se«i upp ólundarsvip.
Ég svaraði engu, en bölvaði þeim mun meira, bolvaðx an
afláts þar til ég þagnaði.
Páll afsakaði sig með því, að póstmeistarinn segðist liafa fengið
skipun um að láta alla registera, hvort sem þeir væru kanadiskir
þegnar eða ekki. Ég gerð þá athugasemd, að þetta væri einungis
hersmölunarbragð til að klófesta okkur. Og við héldum átram
að rífast um stund og liöfðum ærið liátt um okkur.
«Jæja“ sagði Þorsteinn, með mikilli umlíðan, „Það er þá líklega
^ezt að ljúka } xessu af.
«Nú, þið þurfið svo sem ekki að fara að registera mín vegna
8agði Páll.
Við sögðum að bezt mundi fara á, að við héldum liópinn, en
létum þess jafnframt getið, að ekki væri séð fyrir endann a
afleiðingum þessa uppátækis. Síðan löbbuðum við Þorsteinn irm
* pósthúsið og registeruðum, þó allt annað en viljugir. Okkur
fannst að við værnm að gefa okkur undir vald, sem e. t. v. rnundi
eiga í öllum höndum við okkur, þar eð því varð ekki mótmælt,
að við vorum búnir að vera nógu lengi í Kanada til að öðlast
þegnréttindi. Nögguðum við um þetta á lieimleiðinni og svo um
kvöldið, en niðurstöðulaust, því að þrátt fyrir þessa skrásetningu,
var engin vissa fyrir því, að við yrðum ónáðaðir frekar af her-
8tjórninni. Skrásetningar-formin voru tvennskonar: skilyrðislaus
®krásetning í herinn, og beiðni um undanþágu frá herskyldu, og
auðvitað var það slíkt form, sem við skrifuðum undir, og raunar
aiiir, sem gerðu sér nokkra von um undanþágu.
En til að veita þessar undanþágur voru skipaðar þriggja manna
Uefridir víðsvegar um ríkið. Hafði nefnd sú, er fjalla skjldi um