Eimreiðin - 01.07.1948, Side 76
236
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
EIMREIÐIN
okkar mál, aðsetur í Foam Lake, og átti fyrrnefndur Jón Wíuni
sæti í henni, gott ef ekki formaður. Og með því orð lék á, að
við hefðum beitt ólöglegum kosningar-rétti gegn honum, þótt
með nauðung væri, og enda óviljandi, þá um sumarið, sem fyrr
getur, þóttumst við engra griða maklegir úr þeirri átt. Gerði
þessi kosninga-vitleysa því málstað okkar mun ískyggilegri í
okkar og annarra augum. Og í öngum mínum liét ég því að
gerast aldrei kanadiskur þegn né greiða atkvæði við nokkrar
kosningar framar, og það efndi ég.
Það fór sem okkur Þorstein grunaði, að stuttu eftir skrásetning-
una fengum við skipun frá herstjórninni í Regina um að mæta
hjá undanþágu-nefndinni í Foam Lake 29. dezember. Kom þar
með á daginn, að enda þótt við tækjum það skýrt frani við
skrásetninguna, að við værum ekki kanadiskir þegnar, virtist
herstjórnin ekki taka það liátíðlega, því að annars liefði hún
ógilt skrásetninguna. Nú var því ekki um annað að gera en
búast til varnar eftir þeim litlu föngum, sem til stóðu. Var þá
helzta úrræðið að fá skírteini fyrir þegnrétti okkar í ríkx
Kristjáns X, og meðfram í því skyni, auk annarra erinda, fór ég
til Winnipeg seint í nóvember. Þá var Ólafur S. Þorgeirsson
konsúll lians hátignar, og hitti ég hann að máli til lialds og
trausts. Varð hann vel við erindi mínu og gaf okkur bræðrunx
öllum embættislegt sönnunargagn fvrir þegnrétti okkar í Dana-
veldi, kvað hann samskonar plögg hafa leyst margan frá her-
þjónustu, og mundi það einnig nægja okkur. En vegna þess að
við hefðum álpazt til að registera, gætum við búist við rekistefnu
og ónæði eftirleiðis, og það því rneiri sem stríðið drægist a
langinn, enda reyndist það svo.
Þegar ég kom heim aftur, 1. dezember, voru yfirheyrslur undan-
þágunefndanna byrjaðar — og þá líka nefndarinnar í Foanx
Lake. Yfirleitt virtust þeir furðu örlátir á undanþágur, einkuin
þó þeirn til handa, sem störfuðu að landbúnaði. Eigi að síður
gengu um þetta leyti sífelldar slúðursögur og fyrirfram-ákvasði
nefndarinnar, og gekk fátt, en þó kannske sumt eftir.
Ein sagan var á þá leið, að einhver átti að hafa borið okkur
bræður í tal við Jón Wíum, og hafði liann talið bújörð okkar
ofsetna, gætu því tveir af okkur að skaðlausu farið í herinn, 0S
vorum við Þorsteinn til nefndir. „En þeir eru víst ekki kanadisku