Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 77
EIMREIÐIN
ÞAÐ YAR NÚ ÞÁ
237
þegnar“, átti þá maðurinn að liafa sagt, en Jón svaraði glottandi:
„Þeir voru a. m. k. kanadiskir þegnar í sumar“. Þetta og
fleira í svipaðri tóntegund fréttum við um þessar mundir, og
vissi ég aldrei hver liæfa var í öllum þeim þvættingi. Eigi að
síður var hann lítt fallinn til að létta þær áhyggjur, sem þáverandi
kringunistæður ollu manni.
Þegar til stefnudagsins kom, varð það að ráði, að Páll mætti
fyrir hönd okkar allra, og liélt liann til Foam Lake snemmendis
þann 29. dezember. Gekk hann þegar fyrir nefndina og kvaðst
þar kominn að boði lierstjórnarinnar, en jafnframt í því skyni
að beiðast undanþágu fyrir hönd okkar bræðra, á þeim forsendum,
að við værum ekki kanadiskir þegnar.
••Hvers þegnar eruð þið þá?“ spurði Jón Wíum.
vKristjáns X.“ svaraði Páll og lagði fram vottorð Ólafs konsúls.
•Á ið veitum þeim öllum undanþágu“ lagði Jón til við nefndar-
nienn sína, og létu þeir gott heita. Var málið þar með úr
8ogunni, a. m. k. í bili, og þótti okkur Jóni farast drengilega, því
að sennilega hefði liann getað beitt vafningum, ef liann hefði
'iljað, eða a. m. k. strítt okkur eittlivað.
Aldrei kom til þess, að við yrðum kallaðir í lierinn, en marga
Pappíra urðum við að útfylla þaðan í frá til stríðsloka, og urðum
þannig fyrir margskonar ónæði og óþægindum af hálfu hernaðar-
yfirvaldanna.
En mundi nú pólitískum andstæðingi livarvetna farast jafn
drengilega og Jóni Wíum?
^V'ir og eftir próf.
Pcgar Tryggvi Kvaran, síðar prestur að Mælifelli í Skagafirði, var að lesa
Ul,dir embættispróf í guðfræði, veturinn 1917—’18, orti hann þessa vísu:
Ellefu við það ár ég sat / andlegan að éta mat.
Allsstaðar var ég upp á gat, / og aldrei varð ég kandídat.
Auðvitað kom ekki til þess, að vísan rættist, því Tryggvi tók sitt kandídats-
fróf þá um veturinn, og tneira að segja með I. einkunn, enda fluggáfaður og
''atnsmaður góður. — Eftir prófið breytti liann vísunni þannig:
Ellefu við það ár ég sat / andlegan að éta mat.
Allsstaðar var ég upp á gat, / en er sanit orðinn kandídat.