Eimreiðin - 01.07.1948, Side 80
240
SKOPLEIKARI OF SALTAN SJÁ
EIMREIÐIN
á leiksviðinu, en þetta hefur komið enn betur í Ijós í tveimur
«íðustu hlutverkunum, sem liann hefur leikið eftir lieimkomuna,
eftir tveggja ára dvöl erlendis við leiknám.
En það er ekki einhlítt fyrir leikara að koma vel fyrir á leik-
sviði eða vera prúðmenni í framgöngu. Persóna leikarans öll
þarf að vekja samúð áliorfenda
eða að minnsta kosti áliuga
þeirra fyrir öllu því, sem hún
liefst að á leiksviðinu. Þessi eig-
inleiki er jafn óræður og t. d.
það í fari manns í daglega líf-
inu, sem vekur honum traust
samborgara lians við fyrstu
kynni. Þennan eiginleika, sem
er hverjum góðum leikara nauð-
synlegur, á Alfred í ríkum
mæli, og er hann svo að segja
rauði þráðurinn í öllum hlut-
verkum, sem liann hefur leikið.
Svo röm er þessi taug, að ég
tel Alfred hiklaust með eðlis-
gáfuðustu leikurum, sem ég hef
séð á leiksviði hér. Langt getur
sá maður komizt, sem að slíku
býr, ef lxann kann með að fara
og atvik snúast honum í vil.
Alfred Andrésson er maður á
bezta skeiði. Hann er fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1908 og
stendur því rétt á fertugu. Að baki sér á hann alllangan leikara-
feril, en fyrsta hlutverk sitt lék liann 13. febrúar 1931, þjón í
sjónleiknum „Októberdagur“ eftir Georg Kaiser. Snemma beygist
krókur sem verða vill, og í raun réttri voru það skólabræður
Alfreds í Verzlunarskólanum, sem fyrstir veittu því athygli. að
þessi fjörkálfur gat kosið sér hljóð úr hvers manns hálsi. Eftir
vísbendingu eins þeirra, Gísla Sigurbjörnssonar, var afráðið, að
Alfred fengi að reyna sig á leiksviðinu í lilutverki þjónsins.
Helztu eiginleikar Alfreds sem leikara voru auðsénir frá upp'
hafi. Guðbrandur Jónsson, prófessor, komst linittilega að orði urn
Alfred Andrésson, sem œvintýraprins,
og Hanna Friðfinnsdóttir í „Töfra-
flautunni“ eftir Óskar Kjartansson.