Eimreiðin - 01.07.1948, Side 81
eimreiðin
SKOPLEIKARI OF SALTAN SJÁ
241
þjóninn: „Vel lék A. A. þjóninn; liann þurfti að kalla ekkert
að segja og tókst það framúrskarandi vel!“ (Vísir 15. marz ’31).
Annað hlutverk hans var ekki öllu veigameira en þjónninn. Þá
yar hann lögregluþjónn í „Draugalestinni“ og handjámaði Frið-
finn Guðj ónsson. Mátti heita, að Alfred hefði nú látið til sín
heyra á leiksviði og sýnt þar
nokkur lipur og snör liandtök,
enda var honum falið mikil-
Vaegt hlutverk í barnasjónleik
(«Litli Kláus og stóri Kláus“),
sem Leikfélag Reykjavíkur
syndi um þessar mundir. 1 því
hlutverki átti hann að syngja,
°g hafði liann þá spókað sig í
hofuðgreinum listarinnar, en
v'ar að öðru leyti sem óskrifað
hlað. Áhorfendur veittu hinum
nýja leikara ekki athygli fyrr
en á útmánuðunum 1932. Þá
Jék liann Jack Barthwick yngi-a
1 «Silfuröskjunum“ eftir John
Galsworthy og Ferdinand í
”Afritinu“ eftir Helge Krog.
Áðdáun áhorfenda var raunar
stlHt í lióf. Kristján Albertsson, sem þá var gagnrýnandi Morgun-
hlaðsins, taldi Alfred vera fríðan mann og snvrtilegan, en leikur
hans í einu aðalhlutverkinu í „Silfuröskjunum“ var „daufur, ein-
hljóða, syfjandalegur“. Guðbrandur Jónsson, sem fylgdi leikjum
nveð sérstakri athygli þessi árin, taldi hann samt ekki „óefnilegan
gamanleiks“.
Annars er fróðlegt að sjá, hvernig Alfred stígur í áliti lijá
gagnrýnanda eins og dr. Guðbrandi, sem ekki var kjassmáll við
aha. 1 leikdómi um „Karlinn í kassanum“ (1931—’32) segir
hann: „A. A. var snotur í hlutverki hálf-hryggbrotins elskhuga“.
^111 «Réttvísin gegn Mary Dugan“ (1932—’33): „A. A. lék kol-
8vartan halablámann og náhvítan og uppstrokinn skraddara með
Ijómandi góSri kýmni“. Og um „Karlinn í kreppunni“ (1933):
•«Á. A. lék revy-höfundinn af hreinni snilld“.
Alfred Andrésson og Sigrún Magnús-
dóttir í „Karlinn í kassanum
16