Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 92
EIMREIÐIN’
Heimsókn á helgan siað.
Lægðirnar úr suðvestri verða stundum æði umsvifamiklar, er
þær nálgast suðurströnd Islands. Þá þjóta stormar stórir um
Krýsuvík og Selvog. Brim svarrar á flúðum, og feiknlegar, livít-
fyssandi liolskeflur koma æðandi utan af liafinu, ljósta landið
sínum þunga hrammi, svo að þverhnípt björgin titra við, eins
og af ótta slegin. Þá kveða voldugar raddir höfuðskepnanna í
válegum kór. Þá er mannslífum hætt á hafinu, og þó enn liættara,
ef fleyin nálgast landið. Frá Selvogsvita til Krýsuvíkurbjargs er
að sjá eina samfellda, livítfexta iðu. Einn ógnarbíldur óliaminna
náttúruafla er að verki og boðar
grand öllu kviku. Þannig er út
að líta af hólnum, þar sem Strand-
arkirkja stendur, þegar Ægir fer
liamförum.
Helgisögnin um verndareugil
sjómannanna, þann er birtist á
ströndinni í Selvogi, er ævagöm-
ul. Enginn veit, live gömul liún
er. En eina dimma ofviðrisnótt
á hafinu rak skip fyrir stormi og
stórsjó upp að þessari strönd.
Skipverjar vissu ekki, hvar þeir
voru, en þeir treystu guði og báðu
hann verndar, í skilyrðislausu trúnaðartrausti, eins og börn. For-
inginn liét að láta reisa þar kirkju sem þá bæri að landi, ef þeir
fengju að lialda lífi. Og sjá! Framundan rofaði til, frá einhverri
annarlegri og undursamlegri birtu. Þeir sáu land fyrir stafni. Og
engill stóð á ströndu í ljómandi birtu þess bliks, sem af lionum
stafaði. Það blik vísaði sjómönnunum leiðina gegnum brim og
boða — og þeir komust heilu og höldnu til lands. En á hólnum
ofan við víkina, þar sem engillinn birtist, var síðan reist kirkjan
til dýrðar honum, sem leitt hafði sjómennina hrjáðu og hröktu