Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 93
eimreiðin
HEIMSÓKN Á HELGAN STAÐ
253
lieila að landi — og í þakklætisskyni fyrir bænlieyrsluna og
verndina. En víkin, þar sem bjarta veran birtist, neðan Strand-
arkirkju, lieitir síðan Engilsvík.
Eitthvað á þessa leið er helgisögnin um það, livernig Strandar-
kirkja í Selvogi varð til. Um aldir hefur verið heitið á þessa
kirkju, þegar hætta var á ferðum. Þau áheit voru og eru gerð
af farmönnum og fiskimönnum, sem um höfin fara, og einnig af
Öðrum, sem á landi lifa og sjaldan eða aldrei koma á sjó. Menn
°g konur úr öllum stéttum lieita á Strandarkirkju. Og mjög er
su trú útbreidd og almenn, að gott sé á liana að heita. Enda nema
áheitin orðið mikilli uppliæð á íslenzkan mælikvarða. Og mi er
Strandarkirkjulióllinn að verða fjölsóttur staður. Menn fara þang-
að pílagrímsferðir á öllum árstímum, en einkum þó á sumrin.
Og þær ferðir munu aukast mjög, þegar vegurinn um Krýsuvík
°g Selvog er fullgerður.
Ég kom í Strandarkirkju 8. ágúst, á þessu sumri, í fyrsta sinn.
^ ið vorum sjö í hóp — og veðrið var fagurt. Einn úr hópnum
var fæddur á Vogsósum og hafði alizt þar upp bernskuárin, en
farið ungur utan og ekki vitjað þessara bernskustöðva í hálfa
°ld —• fyrr en nú. Ferðin varð honum því sannnefnd pílagríms-
^ör — en okkur hinum einnig. Það varð ekki komizt lijá því, að
við yrðum þess vör, er við nálguðumst hólinn, þar sem kirkjan
stendur livít og látlaus — og einmanaleg, — að við vorum að
konia á helgan stað. Og þegar inn í kirkjuna kom, varð þessi
l'elgikennd enn ákveðnari. Altaristaflan í Strandarkirkju er eftir-
tttynd altaristöflunnar í Revkjavíkurdómkirkju, og stendur á
lienni ártalið 1865. 1 liorni töflunnar standa stafirnir S. G., en
Sigurður Guðmundsson málari gerði myndina. Á silfurskjöld,
Sem festur er á umgerð myndarinnar, standa þessi orð á latínu:
”Sit tibi nomen Jesu pectori infixum“, að því er bezt varð séð,
etl letrið er ekki vel skýrt. Sé rétt lesið, myndu orðin út leggjast
eitthvað á þessa leið: „Nafn Jesú sé greypt í brjóst þér“ eða „nafn
Jesú 8é þér fast í Iiuga“. Er taflan falleg, þó að myndin sé ekki
Þltakanlega vel máluð, enda ef til vill eitthvað máð af raka, sem
g®tir nokkuð í kirkjunni, svo sem bezt mátti sjá í gluggakistum.
Á kirkjulofti fundum við gamla lireppsnefndar-gerðabók frá ár-
Unum 1885—’89, með margskonar fróðleik, og ætti bók sú heima
a Þjóðskjalasafninu, og verður vafalaust þangað send úr kirkjunni