Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 94
254
HEIMSÓKN Á HELGAN STAÐ
EIMREIÐIN
áður en langt um líður. Þá liöfðu og leiðin í kirkjugarðinum á
hólnum, þar sem kirkjan stendur, sína sögu að segja, þó að leiðar-
vísar um þau væru alltof fáir.
Bílvegurinn í Selvog, um Ölfus og vestur Selvogsheiði, var
greiðfær í sumar nema síðasti kaflinn, stuttur spölur, sem vafa-
laust verður fullgerður á þessu liausti. Frá endimörkum vegarins
á Nesi er aðeins um tíu mínútna gangur að Strandarkirkju. Heim
að Vogsósum er einnig bílfært svo að segja alla leið. Bærinn
stendur við Hlíðarvatn og ósinn, sem skiptir sveitinni í tvennt.
Vestan óssins og vatnsins, vzt í sveitinni, er liið forna stórbvli Her-
dísarvík, þar sem Einar skáld Benediktsson lifði síðustu ár ævi
sinnar. Austan óssins og vatnsins stendurVogsósabærinn og byggðin
á Strönd og Nesi. Frá Vogsósum séð ber Strandarkirkju við Iiafs-
brún í suðri. Þar stendur hún hvítmáluð og 6notur til að sjá. en
eyðisandar umbverfis, sem nú liafa verið græddir upp að nokkru
fyrir fé úr hennar eigin sjóði, hinum langstærsta, sem til er í
eigu nokkurrar einnar kirkju á landinu. Sjóður þessi nemur nú
um 600 þúsund krónum. Svo er áheitunum fyrir að þakka.
Silungsveiði var mikil í Hlíðarvatni áður fvrr — og fuglalíf-
Varp var þar í hólma til skamms tíma, og sagði okkur bóndinn
á Vogsósum, að fyrir ári síðan liefðu í hólmanum verið mörg
æðarlireiður. En í vor, þegar gætt var í hólmann, sást þar ekki
einn einasti fugl á lífi. Afklipptir vængir, fuglsliausar og -lappir
lágu þar á víð og dreif. Hefur minkur grandað fuglinum og lagt
varpið í auðn. Sömu söguna er allsstaðar að heyra af þeim vágesti,
þar sem liann liefur náð að setjast að villtur og auka kyn sitt.
„Þórir liaustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík, en Heggur, son-
ur lians, bjó að Vogi“, segir í Landnámu. Ýmsar ósamhljóða
sagnir eru til um það, hvenær kirkja var fyrst sett á Strönd. Em
sögnin er sú, að Gizur hvíti hafi fyrstur reist þar kirkju, sam-
kvæmt heiti, er hann vann í sjávarháska um að gera þar kirkju
sem hann næði landi heill á liúfi. Önnur sögn er, að kirkjan á
Strönd hafi fyrst verið reist í tíð Árna biskups Þorlákssonar
(Staða-Arna, 1269—1298), og vegna áheita skipbrotsmanna, sem
náðu landi í Selvogi að tilvísan hvítklædds manns, er stóð a
ströndu og benti þeim réttu leiðina í land. Segja sumar sagnir,
að formaður skipbrotsmanna hafi verið Árni biskup Þorláksson
sjálfur. Sagan er ekki líkleg, því á dögum Staða-Áma átti Erlendur