Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 96
256
HEIMSÓKN Á HELGAN STAÐ
EIMREIÐIN
sandinum. Árið 1703 ekipar Jón biskup Vídalín að byggja upp
kirkjuna, sem orðin sé þá hrörleg mjög. Frá vísitazíuferð Jóns
biskups Ámasonar til Strandarkirkju, 15. júní 1736, er til lýsing
bans á kirkjunni, þá nýlega endurbyggðri. Sjálfur verður Jón
biskup eigandi jarðarinnar Strönd um þessar mundir. En með
gjafabréfi ekkju lians frá 15. júlí 1749 er Strönd gerð að ævin-
legu „beneficio“ Selvogsprestum til uppeldis.
Oft hafa verið gerðar tilraunir til að fá kirkjuna flutta frá
Strönd, en allar bafa þær tilraunir mistekizt. Um miðja 18. öld
verður séra Einar Jónsson prestur í Selvogsþingum. Vill liann
láta flytja kirkjuna og ritar um það bréf Pingel amtmanni og
Ólafi biskupi Gíslasyni. 1 bréfinu, sem er sent með vilja og vitund
Uluga prófasts Jónssonar, lýsir séra Einar því, liversu ólieppilegt
sé að hafa kirkjuna þar sem hún stendur, á eyðisandi og langt
frá bæjum. Féllust ráðamenn algerlega á tillögu Einars um að
láta flytja kirkjuna, og skipaði biskup svo fyrir, að verkið skvldi
hafið vorið 1752. En liér fór öðruvísi en ætlað var. Séra Einar
flosnaði upp frá prestsskap, biskup lifði stutt eftir að hann bafði
fyrirskipað kirkjuflutninginn, Illugi prófastur Jónsson, sem mælt
bafði eindregið með flutningunum við biskup, lézt skömmu síðar
— og Pingel amtmaður missti embættið vegna vanskila 8. mai
1752. Allir þeir, sem að því unnu að fá kirkjuna flutta, urðu
þannig í vitund almennings fyrir refsivendi máttarvaldanna, en
kirkjan stóð sem áður óhagganleg á Strandarsandi. Aftur átti
að flytja kirkjuna að boði Finns biskups sumarið 1756, en úr
framkvæmdum varð aldrei neitt. Aftur á móti var gert við kirkj-
una, þar sem bún stóð, bæði 1758 og aftur 1763. Þannig var
haldið áfram að halda kirkjunni við á sama staðnum, því sóknar-
menn vildu ekki hlýðnast skipunum valdamanna um að færa
hana úr stað. Stóð sama kirkjan á Strönd, með mörgum umbót-
um, í 113 ár, frá 1735 og til 1848, að séra Þorsteinn Jónsson lét
rífa liana og reisa timburkirkju í staðinn. Eftir það hættu allar
tilraunir til að láta flytja kirkjuna, enda böfðu þær jafnan mis-
tekizt.
Með flestum inenningarþjóðum mundi fornfrægt guðsbús sem
Strandarkirkja vera undir stöðugri gæzlu kirkjuvarðar og kirkj-
unni lialdið sem bezt við, en þess þó jafnframt gætt að varðveita
sem bezt gömul einkenni hennar. Hvergi er önnur eins vernd