Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 97
EIMREIÐIN
HEIMSÓKN Á HELGAN STAÐ
257
11111 þjóðfræga staði og sagnríka sem í Englandi. Slíkir staðir eru
1 opinberri gæzlu, og allt er gert til að friða um þá og varðveita
frá glötun. 1 Westminster Abbey eru verðir þann tíma, sem kirkjan
er opin almenningi, en það er venjulega frá kl. 10—6 daglega.
bessi fræga kirkja, full af sögulegum minjum, er talin upp runnin
frá aldamótunum 500—600 e. Kr. Helgisögn er til um það, að
8]álfur Pétur postuli liafi vígt liina fyrstu kirkju þarna á Tempsár-
bakkanum, |>ar sem Westminster Abbey nú stendur. St. Páls
dómkirkjan í London er opin almenningi daglega, en leiðsögu
veita verðir, ef óskað er. Sagan segir, að Díönuliof liafi verið á
staðnum löngu áður en kristnin kom til sögunnar. En snemma
a 7. öld lætur Aðalbert konungur í Kent reisa þarna guðshús,
og til þeirra tíma er rakinn uppruni kirkjunnar. 1 báðum þessum
kirkjum eru varðveittar leifar margra beztu sona þjóðarinnar
°g minningar um þá.
Kirkjugarðurinn umliverfis Strandarkirkju geymir leifar
margra merkismanna, svo sem Erlends lögmanns og Eiríks prests
Idns fróða, sem einna vinsælastur mun, úr þjóðsögum, allra
^slenzkra kunnáttumanna fyrr og síðar. Litlar eða engar upp-
lýsingar eru nú til urn legstaði merkra manna í garðinum.
Kirkjan sjálf er að vísu snotur, bæði innan og utan, en henni
1;llaetti halda betur yið. Gluggakistur eru votar af sagga, og
málningu þyrfti að endurnýja. Ýmislegt mætti gera til að auka
a prýði kirkjunnar og umhverfis liennar. Það er nauðsynlegt, að
fastur kirkjuvörður sé þarna á staðnum, að minnsta kosti á
sumrin, þegar fólksstraumurinn er sem mestur til kirkjunnar.
^*ó að flestir, sem til Strandarkirkju koma, fari þangað til að
Kita sér andlegrar uppbyggingar á helgum stað, þá er umgengnis-
Uienningu sumra oft ærið ábótavant. Sjálf er Strandarkirkja svo
efnum búin, að sjóður hennar mundi vel þola að liafa þarna
emn góðan vörð, úr nágrenninu, áreiðanlegan og reglusaman,
kunnugan sögu liennar og Selvogs, sem leiðbeindi þeim, er að
garði bæri. Einnig þyrfti að koma fyrir í kirkjudyrum áheita-
skríni, livar í menn gætu lagt skerfi sína án þess að þurfa að
leita uppi lilutaðeigandi kirkjuyfirvöld. Því áheitin á Strandar-
kirkju munu halda áfram. Þau hafa jafnvel aukizt undanfarin
ar- Margra alda reynsla kynslóðanna fyrir því, að áheitin verði
Kl gæfu og óskir og þrár þeirra uppfyllist, sem á náðir liins helga
17