Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 98

Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 98
258 HEIMSÓKN Á HELGAN STAÐ EIMREIÐIN verndarengils kirkjunnar á Strönd leita, hefur látið eftir sig glögg merki. Frásagnirnar um tákn þau og stórmerki, sem tengd eru Strandarkirkju og áheitunum á hana, myndu fylla margra binda bók, ef saman væru komnar í eina heild. Og þó yrði alltaf marg- falt meira eftir, sem engar sagnir eru um og enginn kynni frá að greina. Strandarkirkja er fyrir löngu orðin í vitund íslenzkrar alþýðu helgur jarðteiknastaður, þar sem dásamlegir hlutir gerast. Því á að sýna henni alla þá lotningu og ræktarsemi, sem henni ber. Látum hana njóta þess friðar og þeirrar fegurðar, sem í mannanna valdi stendur að veita og með öðru getur stuðlað að því, að vitranir geti gerzt og hlið himinsins megi opnast yfir vorri ófullkomnu jörð. En til þ ess að friðað verði áfram um Strandarkirkju, ekki síður en verið liefur allan þann tíma, sem liún liefur staðið ein- mana á afskekktri strönd, er nauðsynlegt að liafa um hana alla þá gæzlu, er firri liana átroðningi og skemmdum. Vegurinn uni Krýsuvík og Selvog er nú langt kominn. Gert er jafnvel ráð fyrir, að honum verði lokið á þessu ári. Enginn vafi er á því, að mikið af þeirri gífurlegu umferð, sem nú er um Hellisheiði, færist þa yfir á þenna veg. Að minnsta kosti verður svo yfir vetrartímann. Þá verður f jölsótt að Strandarkirkju og fullrar gæzlu og leiðsagnar þörf á þeim fjölsótta stað. Og einhverntíma kemur að því, að vegleg ný kirkja verði reist á hólnum, í stað þeirrar litlu og lágu* sem nú er þar. Það verður þegar Island er orðið þess megnugt að eiga sér liáreist musteri. Hingað til hafa landsmenn verið of fátækir af jarðneskum auði til að reisa slík sýnileg tákn um lotn- ingu sína og þökk til hins æðsta. En að koma til Strandarkirkju er að lifa upp í anda kvöl kynslóðanna og leit þeirra að líkn og náð. Það er sem maður skynji umkomuleysi þeirra, en jafnfranit vonarneistann, sem lýsti í myrkrinu og hefur bjargað lífi þjóðar- innar til þessa dags. Að koma til Strandarkirkju er að sjá sögu lands og þjóðar J leiftursýn líðandi 6tundar. Sveinn SigurSsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.