Eimreiðin - 01.07.1948, Page 102
262
MERKILEG BÓKAGJÖF
EIMREIÐIN
1 bréfi þessu segir frá því, að í Tacoma sé kona af íslenzku
bergi brotin, sem Lukka heiti. Maður liennar, Eyjólfur S. Guð-
mundsson, sé nýlega látinn, og hafi hann mælt svo fyrir, að bóka-
safn lians, sem sé mikið að vöxtum og gæðum, skyldi að honum
látnum ganga til ungmenna- eða gagnfræðaskóla á Islandi, helzt
í Breiðafjarðarbyggðum. Var mælzt til þess í bréfinu, að ég gæfi
frú Lukku upplýsingar um slíka skóla í þessu liéraði.
1 febrúarmánuði sama ár ritaði ég frú Lukku bréf, þar sem ég
gaf henni umbeðnar upplýsingar. Sagði ég henni, að í héruðunum
kringum Breiðafjörð væri enginn ungmenna- eða gagnfræðaskóli
starfandi, en í Dalasýslu væri liúsmæðraskóli að Staðarfelli á
Fellsströnd. En jafnframt gat ég þess, að í Stykkishólmi liefði
verið lialdinn unglingaskóli um 25 ára skeið, sem oftast liefði
starfað sem kvöldskóli í húsakynnum barnaskólans, og hefði skóla-
stjóri barnaskólans haft forstöðu lians um tvo áratugi, en við
skólann hefðu kennt, auk hans, kennarar barnaskólans, sóknar-
prestur, læknir o. fl. Gat ég þess, að barnaskólahúsið í Stykkis-
hólmi væri liið vandaðasta liús, byggt úr steinsteypu árið 1934.
Mynd fylgdi af skólaliúsinu, ásamt íbúðarhúsi skólastjórans, sem
þá var nýbyggt. Ennfremur ræddi ég um áætlaðar skólabyggingar
við Breiðafjörð og nefndi þar sem væntanlega skólastaði Reyk-
hóla og ef til vill Helgafell. Að lokum sagði ég það, að eins og
sakir stæðu, væri unglingaskólinn í Stykkisliólmi næstur því að
fullnægja ósk gefandans, og teldi ég vafalaust, að þar risi upp á
næstu árum sjálfstæður ungmenna- eða gagnfræðaskóli.
f nóvember sama ár fæ ég bréf, þar sem frúin þakkar upp-
lýsingarnar og segir, að liún liafi í liyggju að gefa bókasafnið
væntanlegum gagnfræðaskóla í Stykkishólmi, en þar sem stór-
hætta sé að senda dýrmætt safn yfir liöfin á stríðstímum, þá fresti
hún til stríðsloka að senda bækurnar.
Næstu árin áttum við enn nokkur bréfaskipti um þessa bóka-
gjöf, en þrjú bréf frá frú Lukku til mín glötuðust á leiðinni yfir
hafið.
Hinn 18. júní 1945 fæ ég enn bréf, þar sem frúin tilkynnír
mér, að hún sé að útbúa safnið til heimsendingar og muni senda
það síðla sumar8. Á þessu sumri var lokið smíði á vélskipinu
Fanney, sem byggt var í Tacoma á vegum Fiskimálanefndar.
Hafði frú Lukka hitt að máli skipstjórann, Ingvar Einarsson fra