Eimreiðin - 01.07.1948, Side 103
KIMREIÐIN
MERKILEG BÓKAGJÖF
263
Heykjavík, sem kominn var vestur til Tacoma að taka á móti
skipinu og sigla því heim. Hafði skipstjórinn lofað að taka bæk-
urnar. Það dróst nokkuð, að vélskipið Fanney kæmist af stað frá
Tacoma, en í október um haustið kom Fanney loks til Reykjavík-
ur úr hinni löngu sjóferð, og var Fanney fyrsta íslenzka skipið,
sem sigldi undir íslenzkum fána í gegnum Panamaskurðinn. Hafði
skipið innanborðs meðal annars hina dýrmætu bókagjöf. Voru
það 22 kassar, misjafnlega stórir, og ein gömul ferðakista. Hafði
frúin búið safnið út til heimsendingar með eigin bendi og lagt
á sig mikið erfiði og fyrirhöfn við það. I kössunum voru yfir 1000
bindi bóka innbundinna, auk blaða og tímarita, sem ekki voru
öll innbundin.
1 nóvember þetta sama liaust komst safnið til ákvörðunarstaðar
í Stykkisliólmi, og bafði það þá verið nær tvo mánuði á leiðinni,
en aðeins fallið á það 250 króna flutningskostnaður, sem var
greiðsla til bifreiðarinnar, sem flutti það frá Reykjavík til Stykk-
ishólms. Fiskimálanefnd gaf flutninginn til landsins, og Eim-
skipafélag Islands tók ekkert fyrir uppskipun og geymslu.
Þetta er sagan um bókagjöfina og heimsendingu bókanna, en
að baki liennar er önnur saga, óskráS, en merkileg og líkust ævin-
týri, og skal nú vikið nánar að gefandanum og konu hans, því
að þeirra saga er einstök í sinni röð og vel þess verð að geymast.
I bréfum frá frú Lukku bef ég fengið þessar upplýsingar um
®tt Eyjólfs: Foreldrar bans voru Guðmundur Guðbrandsson
°g María Jónsdóttir. Guðbrandur, afi Eyjólfs, var Narfason, Ólafs-
sonar, en sá Ólafur var afabróðir Þorleifs hins vitra í Bjarnarhöfn.
Eyjólfur S. Guðmundsson var fæddur að Fjósum í Laxárdal í
óalasýslu binn 11. maí 1873. Faðir bans andaðist, þegar Eyjólfur
var tveggja vikna. Móðir hans, María Jónsdóttir, giftist 7 árum
síðar Magnúsi Jónssyni frá Skógarnesi syðra í Hnappadalssýslu.
í*au Magnús og María eignuðust 2 börn; stúlku, er dó þriggja
ara, og dreng að nafni Björgvin, sem nú er búsettur í Tacoma.
'Árið 1888 fluttist María með drengina báða — Eyjólf og
Ejörgvin — vestur um haf til Kanada, en Magnús maður hennar
Eafði farið þangað árið áður.
^egar Eyjólfur kom til Kanada, 15 ára gamall, hafði hann
engrar fræðslu notið, nema þeirrar einnar, sem fátæk móðir gat