Eimreiðin - 01.07.1948, Side 107
eimreiðin
MERKILEG BÓKAGJÖF
267
Hinn 10. apríl 1927 skrifar hann vini sínum, skáldinu J. Magnúsi
Bjarnasyni um þetta. Hann segir svo í bréfinu:
„Það er ekki hægt að halda saman öllum blöðum. Eg klippi
því úr það merkasta og lími inn í bækur. Ég á í þessu safni mörg
kvæði og ritgerðir, sem aldrei koma út í bókum“.
Þetta úrklippusafn Eyjólfs er ákaflega merkilegt og verður
enn merkilegra, er árin líða. Auðséð er það á bréfum Eyjólfs,
að þetta starf hefur verið honum mikill yndisauki, og liver
tipplímd bók befur veitt honum óblandna ánægju. Hinn 8.
dezember 1938, tæpum mánuði fyrir andlát sitt, skrifar liann
vini sínum: „I gærdag byrjaði ég að líma upp nýja bók“. Maður
finnur fagnaðarbljóminn á bak við orðin.
J. Magnús Bjarnason segir að síðustu í eftirmælum sínum:
„Ég gleymi því aldrei, bve innilega mér þótti vænt um það, að
þessi góðlegi, gáfaði, ungi maður heimsótti mig. Mér varð undir
eins blýtt til bans og fann, að ég átti þar einlægan vin“.
„Mér er um og ó; ■—• ég á sjö börn í sjó og sjö á landi“, sagði
konan í þjóðsögunni. Hún hafði lifað í tveimur tilverum — í
djúpi liafsins og á binu gróðurríka, blómum skrýdda þurrlendi.
Ef Fjallkonan, bin aldna móðir íslands, gæti mælt orð af
munni fram, myndi liún geta sagt svipað. Börn hennar eru aðal-
lega í tveimur þjóðlöndum. Voldugt útliaf aðskilur liópinn, en
börnin unnast samt.
Mér finnst það líkjast ævintýri, en þó er það staðreynd, að
unglingur, sem yfirgefur föðurlandið 15 vetra og dvelur alla
ævi sína í fjarlægri beimsálfu, skuli unna héraði, landi og þjóð
svo heitt, að vilja gefa þangað, að sér látnum, sína dýrmætustu
eign, bókasafnið sitt, sem liann hefur safnað og annazt með um-
byggju og nákvæmni, eins og þegar móðir blynnir að barni sínu.
Heima á gamla Fróni á hann enga nákomna ættingja, og engin
bein tengsli erU um tugi ára milli hans og héraðsins, sem ól
bann og fóstraði. Hans andlegu sambönd við Island eru fyrst
°g fremst í gegnum bækurnar og íslenzku skáldin. Héraðið, sem
61 hann og fóstraði, liafði lítið veitt honum af veraldlegum gæð-
um, en þó er liann tengdur því sterkari böndum en öðrum byggð-
um landsins. Hvað er það, sem þessu veldur? Hver treystir sér
til að svara þessari spumingu? Verður ekki þessi dulda þrá