Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 109
eimreiðin
MERKILEG BÓKAGJÖF
269
arbyggðum, þar sem æskulýður héraðsins eigi kost á að notfæra
sér það til sjálfsnáms, fróðleiks og þroska.
Ég minnist þess, að fvrir tveimur eða þremur áratugum sá
ég þögla kvikmynd. Ein aðalsögulietjan í kvikmyndinni var
rússneskur flóttamaður í Frakklandi. Hann reyndi að njóta lífs-
ins og lifði oft í glaumi og gleði, en þráði þó land sitt. Eina
kvöldstund dregur hann sig út úr glaumnum og sést þá einn í
tinkalierbergi sínu á gistihúsinu. Þá dregur hann undan belti
sínu lítinn skinnpoka og liellir úr honum í lófa sinn dökkri frjó-
niold úr ökrum Rússlands og lék um stund og gældi við moldina
í lófa sér, með fjarrænt blik í augum.
Eyjólfur Sigurjón Guðmundsson hvílir í amerískri mold, og
líklega hefur frjómold Islands aldrei snert hann síðan hann
kvaddi föðurlandið, 15 vetra. Frjómold Islands er ekki slík sem
Rússlands, og líklega flytur hana enginn með sér til fjarlægra
landa, en þær taugar, sem binda Islendinga traustum böndum,
hvar sem leið þeirra liggur á hnettinum, eru fyrst og fremst
cettatengslin og sagan. Islenzka þjóðin er enn svo ung að árum,
°g ættarböndin eru öllum ljós, og sagan og þjóðin eru eitt. Sögu-
legur uppruni þjóðarinnar og minningarnar um baráttu hennar,
sigra og ósigra, er í órofa tengslum við nútímann. En sagan er
skráð í bækur, og því munu bækur og bókleg menning verða
hinni íslenzku þjóð sá gjaldeyrir, sem aldrei verður í verði felldur,
iueðan íslenzk tunga er töluð og Island er fyrir íslendinga.
Um síðastliðin áramót var frú Lukka sæmd íslenzku heiðurs-
nierki til viðurkenningar á óvenjulegri fórnfýsi, hlýhug og dugn-
aðh er hún hefur sýnt í sambandi við bókagjöfina.
Hinn 4. apríl 1948 var bókasafnið formlega afhent unglinga-
skólanum í Stykkisliólmi, sem starfaði nú í vetur í fyrsta sinni
samkvæmt liinni nýju skólalöggjöf, sem fyrsti bekkur gagnfræða-
skóla. Hefur liinn væntanlegi gagnfræðaskóli Stykkishólms eign-
agt þama þann Mímisbrunn fróðleiks og menningar, sem aldrei
trýtur, þótt æskulýð ur héraðsins drekki af lindum lians um
Mdaraðir.