Eimreiðin - 01.07.1948, Page 110
270
MERKILEG BÓKAGJÖF
EIMREIÐIN
Ég hef rakið þessa sögu hér af því að ég tel, að hún sé einstœð
í sinni röð. Það vita auðvitað allir, sem safna jarðneskum verð-
mætum, að þeir geta ekki flutt þau með sér, er þeir skipta um
tilvérustig. En vandinn er að ráðstafa þessum eignum þannig, að
þær verði hamingjuauki þeim, sem við tekur. Evjólfur S. Guð-
mundsson hefur ráðstafað sinni dýrmætustu eign þannig, að liún
getur orðið undirstaða að þroska og lífsliamingju ungra svanna og
sveina um aldaraðir.
Skólahúsið í Stykkishólmi, þar sem bókasajnið er geymt.
Hinn 8. júlí 1948 fékk ég síðast bréf frá frú Lukku. 1 því bréfi
lýsir hún ánægju sinni yfir því, að bækurnar séu nú komnar til
ákvörðunarstaðar, til fullrar eignar gagnfræðaskólans í Stykkis-
liólmi. I bréfinu segir svo:
„Er það mín mesta ánægja, að bækurnar eru komnar þangað,
sem þær eru, og að þær geta orðið þeim ungu og uppvaxandi að
góðum notum. Það var það, 8em Eyjólfur vildi“. Og síðast í bréf-
inu segir hún þetta: „Ef aldur og lieilsa mín leyfir, þá langar
mig til að koma til Islands eftir svo sem 2—-3 ár. Mig hefur langað
heim alla ævi“. Hún segir heim til Islands, þótt hún 6é fædd í
Ameríku og hafi Island aldrei augum litið.