Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 112
EIMREIÐIN
Ljós.
Eftir Liam O'Flaherty.
[Höfundur þessarar smásögu er einn af kunnustu nútíðar-skáldum Ira,
einkum fyrir smásögur sínar. Ilún er þýdd úr sinásögusafninu Two Lovely
Beasts and Other Stories (útg. Victor Gollanez Ltd., London, 1948). Eftir þenna
höf. liafa áður birzt í íslenzkri þýðingu sagan „Elskendur“, í Sögum frá
ýmsum lönduin II, Bogi Ólafsson þýddi, og „Fjallasvannrinn“ í þýðingu
Þórarins Guðnasonar (í Dvöl 1938) — og ef til vill fleiri. Ritstj.].
Það er niðamyrkur. Brunabeltisloftið bærist ei. Ekkert liljóð
lieyrist nema mjúklátur niður bárunnar í flæðarmálinu. Sjávar-
lyktin kafnar í ltöfgum ilminum frá frumskóginum.
Svo kemur dögunin og með ltenni andvarinn, bvíslandi, xir
austri. Hann þýtur gegnum láréttar krónur ltárra sýprustrjánna
í skóginum, gegnum myrkviði mangrove-blvnanna og slútandi
laufþök pálmanna, sem vaxa í röðum meðfram ströndinni.
Bolir sýprustrjánna svigna undan átaki golunnar. Efstu grein-
arnar strjúkast hver við aðra. En mangrove-hlynirnir lirista rótar-
flækjur sínar og hneigja til jarðar, eins og þeir séu að auðsýna
henni lotningu. Sefgresið svignar og verður álútt, en um leið
skrjáfar í því eins og í silkikjólum skartkvenna, sem stíga léttan
danz. Hér og þar brestur í greinum, sem detta dauðar á jörðu
niður.
0ddlivös8 blöð pálmatrjánna sveiflast fram og aftur á sverðlaga
teinungum sínum, eins og áraraðir út af báðum borðum skipa í
galeiðuflota á hraðri ferð um böfin.
Hljómkviðan liikláta, sem golan hefur rofið með kyrrðina og
myrkrið, hljómar eins og langt andvarp nývaknaðrar jarðarinnar.
Það birtir óðfluga. Dökkir skuggar koma syndandi í draugalegn
þögn út undan rifnum skikkjufaldi næturinnar. Það kólnar
skyndilega í lofti. Aftur dettur á dúnalogn. Jörðin stendur í eyði
og tóm, eins og í árdaga, alger þögn, nema syfjulegt gnauðið i
öldunum.
Þá kemur sólin upp yfir toppana á risavöxnum sýprustrjánum
og varpar eldregni sínu um austurhimininn. Geislarnir lengjast