Eimreiðin - 01.07.1948, Side 115
eimreiðin
LJÓS
275
leið dregur hún hann niður í sandinn, við hlið sér. Sólarhitinn
er nú orðinn svo sterkur, að hann er þegar búinn að þurrka saltan
sjóinn af líkömum þeirra, sem Ijósið flæðir yfir, svo glitrar af
við hverja hreyfingu þeirra.
Hópur skarlatsrauðra fugla kemur út úr skógarþykkninu og
sveimar yfir fjörunni. Svo snúa þeir við með fjaðraþyt og fljúga
hratt í áttina til frumskógarins, yfir höfðum elskendanna á
ströndinni, og mynda yfir þeim líkt og geysistórt, rautt, bylgjandi
hvolfþak á fluginu.
Sv. S. þýddi.
hdrft í eldinn.
Sí og œ á sama stað
ég sit við arin-glóð.
Eldurinn er orðinn rauður,
eins og hjarta-blóð.
Fyrir utan kólgan kalda,
kojinn hristist við.
Veðralœti, grimm og göldrótt.
Gefur nokkuð jrið?
t fjöruborði jleytan hvílir.
Ó, fyrirheitna land,
hér er ég kominn, góður gestur,
og geng þinn mjúka sand.
Ég barðist einn við brimótt höf.
Þú bauðst mér heim til þín,
og er það ekki aðeins hér,
sem ástin bíður mín?
Eldurinn er orðinn rauður,
eins og hjarta-blóð.
Logar vel í lífsins spreki.
Lýsir gengna slóð.
Fyrir sjónum öldnum opnast
cevintýra-sýn.
Fyrir mínum fólum liggur
fagra ströndin mín.
Hin létta gola gejur svarið:
Ó, gakk um ríki mín,
því einhversstaðar, undrafögur,
mun ástin bíða þín.
Eldurinn er löngu liðiun
og lokið hugar-sýn,
og í hinum blakka bústað
bíður hvílan mín!
Lárus S. Einareson.