Eimreiðin - 01.07.1948, Page 116
EIMREIÐIN
Smurl hrauð.
Smásaga eftir Skugga.
Ég var aðeins fjögra ára. Heimurinn leit þá öðruvísi út en
hann er nú, að minnsta kosti í mínum augum. Ég hélt þá, að
veröldin væri öll innan sjóndeildarliringsins og því ekki stærri
eða víðari en skilvit líkamssjónarinnar segðu manni.
Til annarrar liandar var óravítt liafið, en himinhá fjöll á liina.
Þetta var allur heimurinn í huga mínum. Ég sá ekki lengra og
hugði því, að veröldin væri ekki stærri.
Oft sáust skip á sjónum, og þegar þau bar við hafsbrún, þá
hugði ég, að þau sigldu upp á himininn. Ég hafði séð þau liilla
uppi, og jafnvel stöku sinnum sýnzt þau á livolfi.
Sjálfur var ég sífelldlega að föndra með smáhluti, er ég taldi
mér trú um að væru skip; svo sem skúffur úr eldspýtustokkum,
skeljum, bréfum, smáspækjum, eggjaskurnum og ýmsu dóti. —■
Allt voru þetta skip, og öll skyldu þau sigla upp á himininn
þar sem sjórinn endaði.
Ekki hafði ég stór vötn til umráða á þeim árum, en liver bleytu-
pollur var þakksamlega þáður. Næturgögnin urðu því ekki undan-
þegin þessum fögnuði. títgerð mín náði ekki hylli eldri kyn-
slóðarinnar, og skipakostur minn varð því ekki vátryggður
Það þótti mér sárast, livað mér gekk illa að láta skip mín sigla
upp á liimininn. Þegar þau voru komin upp á barminn á nætur-
gagninu, var eins og þau vildu ekki lengra, og liætti til að hrapa
niður.
Þarna mættu mér fyrstu alvarlegu erfiðleikarnir. Og svo for
ég að spyrja og spurði endalaust um alla skapaða liluti. En spurn-
ingar mínar nutu engu meiri liylli en útgerðin: „— Æji, vertu
nú ekki að þessum endemis spurningum, aumingja barnið“, sögðu
þeir stóru, — „það er öldungis lífsins ómögulegt að svara þessum
spurningum þínum, þú spyrð svo kjánalega, krakki. Það er ég
viss um, að þú verður annað hvort skáld eða ídíót!“
Þá vissi ég ekki, livað það var, sem kallað var skáld eða ídíot.
Skömmu síðar kynntist ég skáldinu. Ég kom í fjósið, þar sem