Eimreiðin - 01.07.1948, Side 118
278
SMURT BRAUÐ
EIMREIÐIN
hann kloflangur. Og þegar nú þar við bætist, að svona maður
er með munn á efri endanum, fvrir ofan þetta allt saman, —
það er ekkert smáræði.
Og þá var nú kominn tími til að fara að spyrja. Reyndar var
þrásinnis búið að segja mér, að ég ætti ekki að vera að þessum
spurningum, en það hvarf allt út í veður vind fyrir nauðsyn-
inni.
— „Af hverju sleikja kýrnar tungunni svona langt upp í nasa-
liolurnar á sér?“ spurði ég. Þá kom nú fyrst heilmikill hlátur
og síðan svarið: „Það er af því að þær eru skáld, og svona verður
þú, ef þú hættir ekki þessum lieimskulegu spurningum!“
— „Þarf ég þá aS hafa hala?“ spurði ég. (En það, að þurfa
að liafa liala, fannst mér verst af öllu og afskaplega ljótt. Kýrnar
höfðu þetta aftan á sér, oftast blautt og óhreint og kleprað, og
vera svo alltaf að slá þessu og sletta kringum sig og stundum
framan í fólk og upp í augun, svo það blótaði og sagði ljótt. Og
fyrst það fór að blóta og segja ljótt, þá lenti það í Ljótakall-
inum).
Og nú varð Stefán fyrir svörum.
Hann sagði, að ekki væri nóg að hafa hala, heldur yrði ég
líka að hafa horn og klaufir og bezt að ganga líka á fjórum
fótum, eins og liann boli, ef ég ætlaði að verða skáld og ná
með tungunni upp í nasaholumar eins og kýrnar!
Síðan vildi hann vita, hvort ég næði með tunguna upp í nefið
á mér, en þegar það tókst ekki, þá sagði liann, að ég yrði ekki
skáld.
Þetta fundust mér óumræðileg gleðitíðindi, að þurfa ekki að
verða skáld, eins og kýrnar eða hann boli, því þá vissi ég, að
ég hlyti að verða „ídíót“, — það var aðeins um þetta tvennt að
velja, — svo oft var búið að segja mér það, ef ég yrði með þessar
sífelldu spurningar.
Að vera „ídíót“, vissi ég þá auðvitað ekki hvað var. Hugði
helzt það vera eitthvað mikið og eftirsóknarvert, líkt og klof-
lengdin á Stefáni, ellegar þá að það væri hundur eða hestur,
sem gátu hlaupið svo óttalega liratt, eða þá bara Gráakisa, sem
ég hafði nýlega séð klóa sig á augabragði upp eftir endilangri
stoðinni í fjárhlöðunni og hverfa upp í mæni. Ég sagði því í
gleði minni og hamingju á mínu barnamáli: