Eimreiðin - 01.07.1948, Side 119
eimreiðin
SMURT BRAUÐ
279
„Þá skal ég bara verða ídíót!“
Nú veltust allir um af hlátri.
Ekki fannst mér sjálfum þetta neitt hlægilegt og kom }>ví
ekki til liugar, að verið væri að lilæja að mér; til þess var ég
allt of sæll og Jiamingjusamur, að þurfa ekki lengur að verða
skáld með langa tungu og ljótan hala, aftantil.
Síðar hef ég komizt að því, að sönn gleði og hamingja veldur
ekki lilátri. Hláturinn er af öðrum rótum runninn og sprottinn
af öðrum hvötum.
Loks voru stúlkurnar húnar að mjólka og Stefán að búast
til að stika heimleiðis, en mér fannst ég endilega þurfa að elta
hann eitthvað áleiðis, og náði því í litla hefilinn, sem Palli hafði
gefið mér. Palli var smiður, er verið hafði á heimilinu um tíma,
eitthvað að lagfæra. Fullu nafni hét hann Páll, en alltaf kallaður
Palli. Hann liafði gefið mér ofurlítinn hefil úr tré, en það vant-
aði í hann tönnina, og sagði, að liann væri sér ónýtur. Hann gaf
mér því hefilinn til að hafa liann fyrir bát, en þó með þeim
fyrirvara, að ég fleytti honum ekki á náttpottunum. — Spotti
hafði verið bundinn í þumalinn á heflinum, og dró ég hann á
eftir mér í bandi og lét liann sigla svoleiðis, en liafði þó til að
slæma lionum góðfúslega í opinn vatnsstampinn í bæjardyrun-
um. Það var neyzluvatn. Var þá betra, að enginn fullorðinn væri
þar viðstaddur. Og fallega flaut hann, — ekki bar á öðru.
Nú elti ég Stefán, dragandi hefilinn, og stakkst á hausinn í
öðru hverju spori. Stefán var svo stórum skreflengri, að ég varð
að hafa mig allan við á hlaupunum, en hefillinn hoppaði og
skoppaði og rakst í götutroðningana. Svo þurfti ég auðvitað að
fara að spyrja, hvort hann hefði ekki séð bátana detta niður
úr loftinu, þegar þeir væru að sigla uppi á himninum, en þá
stakkst ég á hausinn um leið.
Stefán svaraði því, að mér léti betur að ganga á hausnum en
fótunum, og að ég væri ídíót, og spurði hvort ég vildi ekki selja
sér hefilinn!
En ég vissi ekki hvað það var: „að selja“, skildi ekki það orð
eða merkingu þess, en setti það í samband við vísu, sem ég var
búinn að læra, af því stúlkurnar höfðu svo gaman af að syngja
hana og raula, og enn meira gaman að kenna mér hana og láta
Rúg hafa hana yfir: