Eimreiðin - 01.07.1948, Side 120
280
SMURT BRAUÐ
EIMREIÐIN
„Þegar Halldóra bekkinn braut,
bomsa náði í henni;
niður á gólfið gyðjan þaut,
glöggt þann atburð ég kenni. —
Salvör í Króki sat þar hjá,
sú var píreyg í framan.
Halldóra litum bústin brá,
bískældist hún öll saman.
— Það þótti þegnum gaman!“
Auðvitað skildi ég ekkert í vísunni. En ég var snemma næmur
á vísur og lærði undir eins allt, sem ég heyrði af því tæi. Nú
stóð svo vel heima, að einmitt í vísunni var þessi hending:
„Salvör í Króki sat þar hjá,
sú var píreyg í framan“.
Það var enginn kvenmaður með þessu nafni í Króki; ég vissi
það síðar. En Stefán var sjálfur frá Króki, og ég færði það allt
saman í eitt númer og setti það í samband við þessa „sölu“, er
Stefán minntist á; sýknaði hann sjálfan, en skellti allri skuldinni
á reikning Evlalíu í Rröttulilíð, sem kölluð var Líja, af því hún
var svo lygin. Þessi „sala“ var því Salvör í Króki, eins og í vís-
unni stóð, en það var sama og Evlalía í Bröttulilíð, eða einhver
kvensnift og stúlkukind, sem alltaf vildi kyssa mig, hversu reiður
sem ég var og brytist um og sparkaði og barði öllum öngum, af
því þær sögðu, að ég væri svo skrítinn og hefði svo falleg augu.
% var búinn að fá skömm á þeim, og ekki langaði mig til að
kyssa þær, svo ólíkar Stefáni; fór að setja upp skeifu, síðan að
kjökra, yfirgaf aðdáandann, sneri við snöktandi og skondraði
heimleiðis með hefilinn í eftirdragi.
Á þessu tímabili kunni ég enga grein á því, sem nefnast mætti
hugramt eða hlutrœnt ástand efnisins, eða því, er fagurfræðin
nefnir: „subjektiv“ og „objektiv“. — Munu fleiri börn, á svip-
uðum aldri og ég var þá, vera með því markinu brennd. Reyndar
eru það fleiri en börnin ein, er þarna komast í ógöngur. Þetta
hefur verið, er og verður, eitthvert allra flóknasta úrlausnar-
efni mannsandans. Það er erfitt, jafnvel fyrir harðsvíraðasta