Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 123
EIMREIÐIN
SMURT BRAUÐ
283
— „Hærra, Móra! Hærra, Móra!“ sigaði stúlkan og benti tík-
inni, sem nú var alveg að liverfa.
— „Ekki segja liærra Móra!“ kjökraði ég og togaði í kvinn-
una, sem leiddi mig og dró með sér. En þetta var eins og við
steininn talað. Ekkert lát á ódæðinu. Auðséð, Móru yrði ,.sigaS
fjallabaki!“
— „Hærra, Móra! Hærra, Móra!“
— „Ekki segja liærra Móra!“ öskraði ég liágrenjandi, en það
bar engan árangur. Þá kastaði ég mér niður til jarðar, hangandi
í pilsinu á kvenmanninum, sem hélt áfram að siga, en ég hélt
mér fast í pilsin og dróst eftir jörðinni, ýmist upp í loft eða á
grúfu, rykkti og spyrntist við af öllum kröftum og orgaði: „Ekki
segja hœrra Móra!“
— „Hvaða lifandi ósköp ganga á fyrir þér! Ætlarðu að slíta
utan af mér garmana, drengur? Mér þykir þú ætla að verða
djarftækur til kvenna og byrjar nokkuð snemma!“
— „Ekki segja liærra Móra!“ orgáði ég úr jörðinni.
— Það var komið náttfall og ég orðinn blautur á báða kanta.
Kvenmaðurinn tók mig svo í fang sér ög bar mig heim. Mun
ég bafa verið sofnaður, áður en búið var að bátta mig og koma
mér í bólið.
Og svo koin Evlalía.
Það var sagt, að þetta væri fallegasta stúlka, vel að sér til
munns og handa, glöð og kát og skemmtileg, en- mér fannst nú
eitthvað annað. — Að hún væri það ljótasta og leiðinlegasta,
er til væri undir sólinni, — um það var ég ekki í minnsta vafa.
Og ef eitthvað væri öðruvísi en það ætti að vera í veröldinni,
þá væri það henni að kenna, fyrst bún hét þessu nafni. Ég var
staddur úti á lilaði, er ég sá liana koma, og flýtti mér inn í bæ
og skreið undir rúm. Mig langaði víst ekki til að láta hana kvssa
niig, var búinn að fá nóg af því hjá vinnukonunum; hugsaði
með sjálfum mér, að ef hún fyndi mig ekki, þá skyldi ég kvssa
Móru liundrað kossa og eins þó hún gapti. — Og skyldi henni
ekki einmitt vera boðið þangað inn í baðstofuna, þar sem ég
lá undir rúminu með höfuðið fram, og faldi mig bak við nætur-
gagnið. Jú, jú, ekki bar á öðru. Þama fór kvenþjóðin að spvrja
hana spjörunum úr, og hún var heldur ekki þegjandi, — það