Eimreiðin - 01.07.1948, Side 124
284
SMURT BRAUÐ
EIMREIÐIN
kjaftaði á lienni hver tuska. Hún svaraði öllu, sem um var spurt,
og enda miklu, miklu fleira. Þetta var það, sem kallað var lygi.
Svona var farið að því að ljúga. Og hvernig átti það öðruvísi
að vera samkvæmt nafninu? -—• „Líja mín! Líja mín!“ sögðu
stúlkurnar í hverju orði, þegar þær voru að tala við hana. Þær
skoðuðu á henni hverja spjör og dáðust að öllu, sem hún bar
á sér, og liún fletti upp um sig og sýndi þeim á sér millipilsið
og sokkaböndin; já, svona var farið að því að ljúga!
Mér fannst þetta allt svo frámunalega Ijótt í samanburði við
Stefán, sem var liámark fullkomnunarinnar í öllum skapnaði
og allt öðruvísi: miklu stórfættari, hærri til linés og kloflengri.
Það liefði átt að flengja hana úti á hlaði, en aldrei að hlevpa
henni inn í bæinn. En það tók þó út yfir allt annað, þegar farið
var að bera í hana góðgerðir: mjólk og brauð og liveitiköku,
skorna niður í fjórðaparta með miklu sméri, allt það bezta,
sem ég gat hugsað mér! Yar heimurinn eiginlega að ganga af
göflunum? Og þetta mundi 'liún éta allt upp til agna og engu
leifa. Ég var svo sem alveg viss um, að lnín mundi éta lieimilið
út á gaddinn. Mér lá við að orga af gremju, þar sem ég lá undir
niminu, með andlitið fram að hríkinni, en þó í skjóli við nátt-
pottinn og sá blóðugum augum eftir hverjum bita og sopa, sem
í hana fór. Og ég fór að veiða upp úr huganum öll þau stóryrði,
er ég liafði heyrt Stefán segja og lært af lionum. Mig langaði
til að siga á hana Grýlu og Leppalúða og öllu þeirra skvlduliði,
— vissi góð skil á því öllu saman:
„Grýla kallar á börnin sín,
þegar liún fer að sjóða til jóla:
Komið hingað öll til mín!
Leppur, Skreppur, Lápur, Skrápur,
Langleggur og Leiðindaskjóða,
Völustallur og Bóla,
Sigurður og Sóla!“
En nú stóð svo á, að mér var ósköp meinlítið við Grýlu og Leppa-
lúða og alla þeirra fjölskyldu. Einkum var það Sigurður, næst
síðasta Grýlubarnið, er ég hafði mest dálæti á; hafði meira að
segja oft gefið honum aukabita af kökunni minni og það með
sméri ofan á, og laumað því til lians í gáttina. Hann var því allt of