Eimreiðin - 01.07.1948, Page 130
290
SMURT BRAUÐ
EIMREIÐIN
bita til Matthíasar, allt þar til haust var komið og hríðarnar
dundu, þá fór að fyrnast yfir umhyggjima.
En merkilegast fannst mér hvað músin liafði gildnað, — hafði
blátt áfram tútnað út og stækkað eftir því sem meira var gefið
Matthíasi. Músin var orðin svo spök og gæf, að ég hefði vel getað
tekið hana með höndunum. Strax og mig bar að veggnum, kom
hún fram í holugættina sína, sem var rétt hjá holu þjóðskáldsins,
sat þar með tindrandi augu og tinaði höfðinu.
Vorið eftir fluttust fósturforeldrar mínir burt af þessum bæ
og ég með þeim, og annar ábúandi kom á jörðina, en Matthías
og 'músin gleymdust í veggjarholunni.
Eitthvað mun ég liafa vitkazt og augu mín opnazt næstu árin
á eftir, því brátt fór mér að skiljast, að bjóða mætti smurt brauð
fleirum en mér og Matthíasi. Músin var þar ekki undanþegin.
Og skáldið og ídíótinn sátu þar að sama borði og átu.
Nótt á Palomar-fjalli.
Eftir Albert G. Ingalls.
[Grein þessi er þýdd úr tímaritinu „Scicntific American“, ágústheftinu 1948.
Greinin er lítið eitt stytt í þýðingunnil.
„Munduð þér hafa áhuga fyrir því að gista eina nótt á Palomar-
fjalli og fá að kíkja einu sinni eða tvisvar í 200 þumlunga stjörnu-
sjána?“ Þessari spurningu var beint til mín nýlega, og ég hikaði
ekki við að taka boðinu. Það var meðlimur í stjörnufræðingaklúbb
einum, sem bauð mér. 1 klúbbnum eru 10 meðlimir, miðaldra eðl-
isfræðingar flestir, sem iðka stjörnuskoðun í frístundum sínum
og hafa farið hópferðir undanfarin tólf ár út í eyðimerkur og upp
á fjöll víðsvegar um Bandaríkin. Þar hafa þeir dvalið og hvílt
sig við að rannsaka undur náttúrunnar og ræða flóknustu við-
fangsefni heimspeki og vísinda, þar sem líkurnar fyrir réttn
niðurstöðu eru ekki meiri en ein á móti hundraði.
Hinn opinberi eigandi 200 þumlunga stjörnusjárinnar á Palom-