Eimreiðin - 01.07.1948, Side 132
292
NÓTT Á PALOMAR-FJALLI
EIMREIÐIN
kvæmar og nýja stjömusjáin getur valdið, á gufuhvolfi hinna ýmsu
stjarna. 4. Rannsóknir á hreytilegum stjörnum, sem hafa verið of
daufar í 100 þumlunga stjörnusjánni, þegar þær liafa verið fjærst
jörðu á göngu sinni. En þessar stjörnur veita stjörnufræðing-
linum einmitt flest og furðidegust rannsóknarefnin, þegar þær eru
fjærst jörðu.
Heimsfræðingurinn dr. Walter Baade liefur nefnt þessi viðfangs-
efni, sem nýja stjörnustöðin er talin að geta leyst: 1. Með henni á
að vera hægt að tvöfalda tölu þeirra stjarna í stjörnuþokum geims-
ins, sem greindar verða frá jörðu. Til grundvallar fyrir þessum
rannsóknum eru þær 14 stjörnuþokur, sem kunnar eru innan einn-
ar milljónar ljósára fjarlægðar frá jörðu. 1 þessum stjörnuþokum
liafa fundizt breytilegar stjörnur, sem gera það mögulegt að
ákveða fjarlægðir stjörnuþoku-lieildanna. I 200 þumlunga sjánni
munu slíkar stjörnur finnast í hinum fjarlægari stjörnuþokum.
2. Með henni á að vera hægt að rannsaka stjörnur svonefndrar II.
tegundar, svo sem í Andromeda-fylkingunni sporöskjulöguðu, sem
er stjörnuþoka. 3. I Andromedaþokunni, sem er að mörgu leyti
lík Vetrarbrautinni og því ágætt rannsókiíárefni að liafa til ldið-
sjónar við rannsókn á lienni, eru stjörnuliópar líkir þeim 100—200
stjörnuhópum, sem eru í Vetrarbraut vorri. Þegar þessi kerfi eru
Ijósmynduð í 100 þml. sjánni, koma aðeins í ljós smáblettir, liring-
laga, sem ekki leysast upp í einstakar stjörnur á ljósmyndaplöt-
unni. I 200 þml. sjánni eiga þessir blettir að leysast upp í að-
greindar stjörnur, og þannig á að sannast kenningin um að þetta
séu í raun og veru fjöldi sjálfstæðra stjarna.
Þriðji stjörnufræðingurinn, Edwin Hubble, telur að með nýju
sjánni megi ákveða hlutföll efna á mismunandi stjörnum. Um leið
fást þá upplýsingar um orkumagn þessara stjarna og uppruna
þeirra efna, sem þær eru gerðar af. I öðru lagi fæst margvísleg
vitneskja um byggingu og eðli geimsins í lieild. Er sú geimmynd,
sem tekizt liefur að ná með 100 þml. sjánni, nokkurn veginn rétt
sýnisliorn af allieiminum? Með 200 þml. sjánni er hægt að rýna
það lengra út í geiminn, að hún margfaldar sjónvíddina með 2"
eða 8. Fæst með þessari stækkun svar við því, hvort allieimurinn
víkkar enn með samri gerð og áður er kunn, eða eru rauðu mörkm
svonefndu vitnisburður tun einhver ný lögmál í ríki náttúrunnar?
1 þriðja lagi eru skurðirnir á Marz rannsóknarefni, sem ætti að