Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 133
EIMREIÐIN
NÓTT Á PALOMAR-FJALLI
293
vera hægt að leysa til fulls með 200 þml. sjánni, því með lieimi er
í fyrsta sinn hægt að Ijósmynda allt, sem augað fær greint í
stjörnukíki.
Mörgum stjörnufræðingum finnst álíka fátt um að minnzt sé á
Marz eins og þegar almenningur talar um ,,linzu“ í staðiim fyrir
spegil og „augað stóra“, þegar átt er við 200 þml. spegilinn (því
hann er ekkert auga, lieldur myndavél). Athugulir leikmenn geta
sjálfsagt tekið undir það með stjörnufræðingunum, að fvrir sjálfa
lieimsfræðina skipti ekki miklu um skurðina á Marz. En það er
nú svona samt, að fólkið hefur venjulega áliuga á þVí, hvað ná-
grannarnir liafa fyrir stafni. Hubble skiptir Marz-athugendum
i tvo flokka; þá, sem segjast sjá þráðmjóa skurði þar — og þá,
sem sjá enga skurði. Hafirðu séð þá, eins og ég, muntu vera reiðu-
búinn að vinna eið að því, að þeir séu veruleiki, en sjónvillur
geta líka stundum sýnzt veruleiki.
En ef vér gætum ljósmyndað skurðina á Marz, væri málið lejst.
Marz er ekki nógu björt stjarna til þess, að liægt sé að ljósmynda
hana í 100 þml. stjörnusjánni. En 200 þml. sjáin safnar nægilegu
Ijósi til þess, að liægt sé að Ijósmynda Marz. Skurðirnir á
Marz eru næstum aldrei neitt líkir því, sem þeir liafa verið
sýndir á uppdráttum í bókum, eftir áhrifum, sem athugendur hafa
orðið fyrir eftir mánaða- og jafnvel áralanga skoðun á þessari
reikistjörnu. Marz verður tiltölulega nálægt jörðu í marzmánuði
1950 og í maí 1952. Stjörnufræðingum gefst þá tækifæri til að
kvikmynda yfirborð þessarar stjörnu.
Stjörnufræðingarnir segja að 200 þml. stjörnusjáin sé sú stærsta,
seni unnt sé að smíða. Það eru ekki tæknilegar, lieldur veðurfræði-
legar ástæður, sem valda þessu. En vel má vera, að takast megi að
smíða eittlivert nýtt tæki, grundvallað á nýjum lögmálum, ef til
V«1 með því að nota „micro“-öldur, sem nota megi til þess að
kanna enn ónumdar víddir geimsins.
Gestir fá ekki aðgang að stjörnustöðinni á Palomar, nema að
fræðimyndasafninu og glersalnum á liæðinni næstu fyrir neðan
sjálfa stjörnusjána. En þaðan er liið fegursta útsýni. Þar sem inn
100 þúsund manns hefur sótt á Palomar-fjall árlega að meðaltali,
8>ðan byrjað var að reisa stjörnustöðina, liafa stjórnendur hennar
°rðið að setja gestum ákveðnar reglur að fara eftir, til þess að
koma í veg fyrir óþægindi af þessum heimsóknum.