Eimreiðin - 01.07.1948, Page 138
298
RADDIR
EIMREIÐIW
samankíttað og hnodað eins og
einskisverðum skítaköggli, og und-
ir því djöflanna fargi klesst og
kramin með hundruðum hunda-
þúfna og háum dyngjum af mygl-
uðu taði og mosavöxnu rusli, göml-
um grútarlömpum með gati, ónýt-
um hrafnsnefjum, hundafiðri, og
fleiru slíku. Og það er meira en
eitt hlass af þessu.
Hvernig ætti svo nokkur lifandi
maður með snefil af velsæmistil-
finning og einhverjum dómgreind-
arhnoðra, að vita Völuspá þarna?
Þetta gnæfandi gullaldarljóð,
setta á bekk með líðilegasta leir-
burði, troðna undir fótum, spark-
að og hent út í horn og kaffærð
í óþokka. Var þá ekki betra að
Ijúga satt? — segjandi: „sjálfa
Völuspá, vantar“. Víst gat það
vegið, nokkurnveginn, upp á móti
ósómanum.
J. M. E.
UM ALMANAKIÐ.
í almanaki yfirstandandi árs
(1948), bls. 23, er smágrein, sem
nokkur ástæða virtist til að gera
athugasemd við. Ekki lief ég þó
orðið var við, að það hafi verið
gert. Því skrifa ég þessar línur,
heldur en að þagað sé með öllu.
Hinir heiðruðu höfundar alman-
aksins eru með áminstri grein að
réttlæta tilhögun sína á almanak-
inu, dýrlingatal þess, gegn þeim
aðfinnslum, sem þeir tjá sig hafa
orðið fyrir. En þær aðfinnslur
telja þeir að muni fremur hafa
verið „gerðar af yfirlæti, heldur
en íhugun eða þekkingu“ og veit
ég ekki, af hverju þeir draga þá
ályktun. Ekki veit ég heldur, hvort
aðfinnslurnar hafa komið víða að.
Mig rekur sérstaklega minni til
einnar, sem ég ætla að kæmi í
Lesbók Morgunblaðsins á öndverðu
ári 1947. Höfundur þeirrar greinar
lézt á miðju því ári, svo að hann
er nú ekki lengur til andsvara.
Hann var nafntogaður gáfumað-
ur, fróður um margt, en stundum
nokkuð einstrengingslegur. Sumar
aðfinnslur hans við almanakið
fannst vér vera vanhugsaðar, eða
þá of freklegar. Átti ég tal við
hann um málið, þegar er ég hafði
lesið grein hans. Hann féllst þá
á öll þau gagnrök, er ég bar fram,
og kvaðst mundu taka þau til
greina, ef frekari umræður yrðu
um þetta almanaksmál. En þó að
ég sæi þannig ekki allt í sama Ijósi
og hann hafði gert, er hann skrif-
aði grein sina, voru þau atriði þó
fleiri, að mér virtist hann hafa á
réttu að standa.
Fyrsta röksemd almanakshöf-
unda er sú, að gerð almanaksins
sé „alveg samkvæm samþykkt
gerðri af umboðsmönnum háskóla-
ráðs“. Enda þótt framar beri að
hlýða guði en mönnum og sumir
mundu segja, að betra væri að
fara eftir eigin skynsemd en ann-
arra óvizku, þá er þó höfundum
almanaksins vorkunn að virða
ekki vettugi slíka samþykkt, sem
þama mundi liafa nálega kanón-
iskt gildi. Að öðru leyti felst eng-
in réttlæting í þessari röksemd,
þvi ósannað mun það, að umboðs-
menn háskólaráðs séu öllum öðr-
um vitrari, og ennþá ólíklegra að
þeir séu óskeikulir.
Höfuðröksemdin skilst mér l>°
að sé hitt, að dýrðlinganöfn
kaþólsku kirkjunnar séu í alman-
akinu mönnum til nytsamlegs fróð-
leiks og leiðbeiningar; að fílrlT