Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1948, Page 146

Eimreiðin - 01.07.1948, Page 146
306 RITSJÁ EIMREISIN Svo að eigi sé þegjandi gengið fram hjá þeiin skorti á fegnrðarsniði eða listfengi, sem sumstaðar bregður fyr- ir í sálmum bókarinnar, skal ég leyfa mér að drepa á fáein dæmi. 1 sálm- inum „Hjartkæri Jesú, af hjarta ég þrái“ er í 1. versi komizt svo að orði: „sýndu mér spillingardjúpið mér í“. Þessi orðaröð virðist svo óeðlileg og óviðfeldin, að varla megi við hlíta. I 4. versi sama sálms kallar höf. sig í sömu andránni bæði „dúfu“ og „frávillt lamb“, og þegar hann í 5. versi biður að létta af herðum sér okinu, þé er hann kominn út á sjó og „geigvænar öldurnar æða kringum hann“. — í sálminum „Við kross þinn, Jesú, jafnan“ segir höf., að bezta helluhjargið, sem hann geti byggt traust á, sé á eyðimörku, svo ágæt „höfn og blíð“. — Það mun fágætt, að menn tali um „hellubjarg á eyðimörk“ sem „höfn“. — I sálm- inum „Mikli drottinn, dýrð sé þér“, er svo að orði komizt, að vér viljum allir lofa dásemd drottins, ásamt englalier hans, um aldaraðir, og „falla á lians fótskör til að sjá dýrð lians". Að falla á fótskör eða falla fram er lotningarmerki eða tilbeiðsla, og er því óviðeigandi eins og það er þarn’a, því að til þess að sjá guðs dýrð, þurf- um vér að líta „upp“, en eigi „niður“. Þá er sálmurinn „Kirkja vors guðs er gamalt hús“. I þessum sálmi er ýmist talað um kirkjuna seni hús eða samfélag kristinna manna. og bein- línis sagt, að „herrann", þ. e. guð, búi ekki í þeim húsum, sem þyki „hagleg mannaverk“. Eg get með engu móti fallist á þessa staðhæf- ingu. Hann lilýtur að geta búið hvort heldur er í höll eða hreysi, ef menn- irnir aðeins veita honum þar viðtöku og rúm. Þar eð höfundar sálmanna í bók- inni eru nú orðnir mjög margir, virð'- ist ófullnægjandi, þótt nafn hvers höfundar standi neðan undir sálm- inum án nokkurrar skýringar. Bctra hefði verið að liaga þessu á sama hátt sein í liinum fyrri sálmabókum. Og úr því að skýrt er frá, liverjir eru þýddir sálmar, ætti líka þess að vera getið, þar sem Davíðssálmar eru lagðir til grundvallar. Vonandi verður næsta útgáfa bók- arinnar betur af hendi leyst, enda munu margir óska, að svo verði. Jón G. SigurSarson. VísnasafniS I. „ÉG SKAL KVEÐA VIÐ ÞIG VEL, Jóhann Sveinsson safnaSi og gaf út. Rvík 1947. — (Helgafell). Seint á siðastliðnu ári kom út safn lausavísna, I. bindi, er lir. cand. mag. Jóhann Sveinsson hef- ur safnað og gefið út með fjárstyrk úr ríkissjóði og aðstoðar bókaforlags- ins IJelgafell. Ekki er það tilgangur minn, með þessuni fáu línum, að ritdæma þessa bók í heild; hún liefur sennilega niargt til síns ágætis og verður vænt- anlega vel þegin. Lausavísur liafa lengi notið nokkurra vinsælda meðal almennings á okkar landi. En það er frásögn ferskeytlunnar og tilorðn- ing, sem gleður meira í munni en • bókum. Sá, er segir frá tildrögum vísunnar og tilorðning, leggur sinn eigin skáldskap í þá íþrótt, enda þótt hann liafi ekki sjálfur ort visuna. Síðan kemur vísan — og svo er hleg- ið — ef hún fellur við frásögnina, og er þá sögð smellin. Skáldskapargildi slíkra vísna er oftast í öfugu lilutfalli við vinsældir, því sárfáar lausavísur eru fullgilðar einar, án frásagnar; en þó eru þær lausavísur til, sem eru fullgild lista-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.