Eimreiðin - 01.07.1948, Side 151
EIMREIÐIN
RITSJÁ
311
Hann ritar þó ennþá betri íslenzku
en margir ungir höfundar hér heima.
Hann er gersamlega laus við 20. ald-
ar tiktúrur og afskræmi í máli og
stíl. Ljóðin eru 19. aldar að formi
og gerð, enginn stór skáldskapur, en
þannig úr garði gerð, að manni verð-
ur hlýtt til skáldsins, sem er áreið-
anlega göfugur, greindur og athugull
maður. Nú er hann orðinn aldraður
(fæddur 1874). Eins og margir Vestur-
Islendingar ann liann ættjörð sinni
heitt og innilega; kemur það víða
fram í kvæðunum, t. d. í Álfa-mærin
(bls. 15). Kvæðið endar á þessum
athyglisverðu línum:
Illa mun una Álfamær,
að íslandsállinn sé öllum fær.
Ég er hræddur um, að þetta sé
satt. Því hvað er það, sem haldið
hefur við þjóðlegum einkennum okk-
ar og tungu, nema fyrst og fremst ein-
angrunin? Tíminn einn mun leiða
það í ljós, hvernig við þolum það
að vera komnir inn í hringiðuna á
þjóðbraut lieimsins. Páll S. Pálsson
sér réttilega liættuna, sem smáþjóð er
búin í of náinni sambúð við stór-
þjóðirnar.
Bók þessari, sem er 223 bls., er
skipt í fjóra kafla, er nefnast: Frá
dagmálum til náttmála, Þorpið hljóða,
„Ég heyri unaðs-óma“ og Jón og
Kata. — í fyrsta kaflanum ber mikið
á ættjarðar- og átthagaljóðum, ljóð-
ræn kvæði mörg, er sýna vel, hvar
hugur skáldsins er, þótt hann dvelji,
nær því ævilangt, í fjarlægu landi.
Annar kaflinn eru erfiljóð; mörg
þeirra um vini og ættingja höfundar.
Meðal þeirra eru ýms góð kvæði. Vil
ég aðeins nefna sem dæmi eftirmæli
Um séra Guðmund Árnason. Þriðji
kaflinn eru sálmar, vel ortir, lát-
lausir og innilegir. Fjórði kaflinn er
gamanþáttur, aðallega gerður fyrir
íslendinga í Vesturheimi. Þykir mér
minnst til þess kafla koma — hefði
alveg mátt sleppa honum, að skað-
lausu, að mínu áliti. — Síðast eru
svo tvö kvæði, góð, Farfuglinn og
Apology.
Bókin er tileinkuð konu skáldsins,
með góðu kvæði á 1. síðu lesmáls.
Frágangur bókarinnar er fremur
góður, en nokkrar prentvillur, sér-
staklega greinamerki (kommur)
stundum settar á bagalega ranga
staði. Þorsteinn Jónsson.
ICELAND, NEW WORLD OUT-
POST, by Agnes Rothery. The
Viking Press, New York, 1948;
vii, 214 og 16 síSur af myndum.
Frú Agnes Rothery hefur skrifað
ýmsar ferðabækur, þar á meðal bæk-
ur um öll Norðurlönd og nú síðast
um Island, sem liún heimsótti í fyrra-
sumar. Hún skrifar heldur vel, reynir
að setja sig inn í erfðavenjur land-
anna og sögu þeirra til þess að skilja
myndina, sem ber henni fyrir augu.
Bókin byrjar á Keflavíkurflugvell-
inum og endar á íslandi og Ameríku,
og lýsir frúin því þar yfir, að þrátt
fyrir dylgjur kommúnista hafi Am-
eríkumenn engar tilhneigingar til
þess að innlima ísland.
Á milli þessara kapítula skrifar
frúin svo um Reykjavík, um sjálf-
stæði og einstaklingshyggju íslend-
inga, um blessun náttúrunnar, um
fiski-haglendin á Islandsmiðum, um
landið og náttúru þess, um Reykja-
víkurhöfn, innflutning og verzlun, um
Þingvelli, um Akureyri og veðrið
(sem kvað hafa verið óvenjulega úfið
í fyrrasumar), um tré, blóni og kven-
fólk, um arf Herrans, íslenzku börn-
in, um hina fornu tungu, um bækur
og bókabúðir, um friðsamar listir og