Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 156
316
RITSJÁ
EIMREIÐIN
byrjunarskeiði. Meira að segja höf-
undur eins og Þórbergur Þórðarson
er ekki meiri „modernisti“ cn það, að
hann er sterktrúaður á sanngildi dul-
arfullra fyrirbrigða, þeirra sömu og
Einar H. Kvaran á að hafa verið
hirtur fyrir af sjálfunt Laxness, svo
að dánarklukkurnar kváðu við yfir
„þessari útbreiddu lijátrú á íslandi“,
um líkt leyti og sami Einar H. Kvaran
kvaddi þetta líf (sjá bls. 222). Það
mun mörgum verða á að brosa að
þessari fullyrðingu höf., en minnast
þess um leið, að liann liefur afsökun,
þá, að hafa um langt skeið átt heima
fjarri þeiin andlegu hræringum, sem
hann er að fella dóma um.
1 tveim síðustu köfluin bókarinnar,
þeim 16. og 17., fjallar liöf. um út-
flytjendur í höfundahópi íslenzkra.
Er sá fyrri þessara kafla helgaður
vestur-íslenzkum höfundum í ó-
bundnu máli — og sá síðari rithöf-
undinum Jóni Sveinssyni og ritum
hans, einkum Nonnabókunum góð-
kunnu.
Höf. getur þess í formála, að dr.
Richard Bcck hafi tekið að sér að
semja sögu Ijóðskáldanna fslenzku
þetta sama tímabil, og er hún því að
líkindum væntanleg í næstu bindum
af „Islandica“. Þegar hún er komin
út, er fengin íslenzk bókmenntasaga
nýja timans síðan um 1800 — á
ensku. Að ýmsu leyti er þetta braut-
ryðjendaverk, að því er snertir tíma-
bilið frá síðustu aldamótum. Með það
í huga verður að meta þessa bók dr.
Stefáns Einarssonar. Og þó að ýmis-
legt orki þar tvímælis, er að henni
fengur fyrir alla þá, sem vilja vita
nokkur deili á íslenzkum prósa-rit-
höfundum þessa timabils. Um bók-
menntirnar sjálfar verða menn að
vísu litlu nær, því sýnishorn þeirra
eru engin í bókinni. Lesendurnir
geta því ekki dæmt sjálfir um rétt-
mæti skoðana höf., af slikum sýnis-
hornum. En hér er mikið um fræði-
legar upplýsingar, sem vekja mun
forvitni lesenda og löngun til að
kynnast nánar en áður íslenzkum
bókmenntum. Og með því er tilgangi
bókarinnar að nokkru leyti náð.
Sv. s.
NORGE af Odd Hölaas, — Kmh.
1947 (H. Hirschsprungs Forlag).
Þetta er annað ritið í safninu Verden
af i dag, sem Hirschsprungsforlag er
tekið að gefa út. Er hér skýrt frá
frelsisbaráttu Norðmanna á styrjald-
arárunum og viðreisnarbaráttunni að
styrjöldinni lokinni, svo og gerð
grein fyrir ástandinu í Noregi, eins
og það er nú, hæði í atvinnulegum,
efnahagslegum og stjórnmálalegum
efnum. Er þetta fróðlegt og greina-
gott yfirlit um Noreg og norsku
þjóðina eins og sakir standa. Bókin
er prýdd fjölda ágætra mynda. Höf-
undurinn er blaðafulltrúi við norska
sendiráðið í Kaupmannahöfn.
Þeir, sem vilja fá rétta og skýra
heildarmynd af Noregi og norsku
þjóðlifi, ættu að lesa þessa bók.
Sv. S.