Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 16
252 GESTUR EIMREIÐIN komast lieim mjög skyndilega. Ég liafði ætlað að taka far með slrandferðaskipi, en það var ennþá víðsfjarri. Varð ég því að breyta ferðaáætluninni og fara landleiðina. Ég keypti mér liest, stólpagrip, gráan gæðing. Hann kostaði skilding, en ég var ein- hleypur og hafði yndi af hestum — liorfði ekki í krónuna, þegar góðhestur var í hoði. Ég lagði upp úr kaupstaðnum snemma dags í byrjun tvímán- aðar. Himinn var þungbúinn, og gekk á með snjóskoddur fram til dala. Samferða mér varð stórbóndi úr næstu sýslu. Við áttum samleið fyrstu dagleiðina. Þessi ferðafélagi minn var tvöfaldur í roðinu að virðingu í hreppsfélagi sínu, lireppstjóri og oddviti. þar að auki gegndi liann ýmsum trúnaðarstörfum fvrir fóstur- jörðina. Hann var góðglaður, karlanginn, af tollsviknu ákavíti. raupsamur og málugur, svo að í þeim íþróttagreinum kom ég ekki tánum þangað, sem hann Iiafði liælbeinin. Hann barði fóta- stokkinn, íboginn, eins og skálduð horskjáta í vorhretum. Nefið var ferlegt, augun rauð og græðgisleg. — Það situr reyndar ekki á mér að gera athugasemdir við verkin skaparans. En liann hefur áreiðanlega, blessaður, verið annars hugar, er hann hnoðaði saman þennan umrædda stórbónda -— ef til vill, og því gæti ég hezt trúað, hefur liann komið þar hvergi nærri. Þó að samferðamaðurinn væri sérkennilegur, þá var reiðskjóti hans ekki síður ógleymanlegur. En yfirbragð lians og fas var annars eðlis. Hesturinn var slíkt afhragð, að hann liefði getað verið úr kynbótabúi, sem Adam hefði stofnað í Paradís. Hann var stór vexti, dökkrauður, með hvíta stjörnu í enninu. Fax og ennistoppur var gróskumikið, ljósrautt. Eftir hryggnum var dökk mön, tagliö jarpt. Fæturnir voru langir og grannir, hófarnir form- fastir, fótaburðurinn lipur og léttur. Hann reisti fagurt og þrótt- mikið höfuðið í fang reiðmannsins. Augun tindruðu af fjöri og greind. Við riðum þembing, áðum um hádegisbilið í fögrum lautar- bolla skammt frá veginum, létum reiðskjótana blása lir nös. sprettum af þeim reiðverin. Hestarnir veltu sér hressilega og gripu niður í ilmandi valllendisgrasið. Hreppstjórinn opnaði hnakktöskuna, forðahúrið, fyllti vasa- fleyginn, mælti kankvís fyrir minni IJannlaganna. Svo var skál þeirra kneyfuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.