Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Page 16

Eimreiðin - 01.10.1949, Page 16
252 GESTUR EIMREIÐIN komast lieim mjög skyndilega. Ég liafði ætlað að taka far með slrandferðaskipi, en það var ennþá víðsfjarri. Varð ég því að breyta ferðaáætluninni og fara landleiðina. Ég keypti mér liest, stólpagrip, gráan gæðing. Hann kostaði skilding, en ég var ein- hleypur og hafði yndi af hestum — liorfði ekki í krónuna, þegar góðhestur var í hoði. Ég lagði upp úr kaupstaðnum snemma dags í byrjun tvímán- aðar. Himinn var þungbúinn, og gekk á með snjóskoddur fram til dala. Samferða mér varð stórbóndi úr næstu sýslu. Við áttum samleið fyrstu dagleiðina. Þessi ferðafélagi minn var tvöfaldur í roðinu að virðingu í hreppsfélagi sínu, lireppstjóri og oddviti. þar að auki gegndi liann ýmsum trúnaðarstörfum fvrir fóstur- jörðina. Hann var góðglaður, karlanginn, af tollsviknu ákavíti. raupsamur og málugur, svo að í þeim íþróttagreinum kom ég ekki tánum þangað, sem hann Iiafði liælbeinin. Hann barði fóta- stokkinn, íboginn, eins og skálduð horskjáta í vorhretum. Nefið var ferlegt, augun rauð og græðgisleg. — Það situr reyndar ekki á mér að gera athugasemdir við verkin skaparans. En liann hefur áreiðanlega, blessaður, verið annars hugar, er hann hnoðaði saman þennan umrædda stórbónda -— ef til vill, og því gæti ég hezt trúað, hefur liann komið þar hvergi nærri. Þó að samferðamaðurinn væri sérkennilegur, þá var reiðskjóti hans ekki síður ógleymanlegur. En yfirbragð lians og fas var annars eðlis. Hesturinn var slíkt afhragð, að hann liefði getað verið úr kynbótabúi, sem Adam hefði stofnað í Paradís. Hann var stór vexti, dökkrauður, með hvíta stjörnu í enninu. Fax og ennistoppur var gróskumikið, ljósrautt. Eftir hryggnum var dökk mön, tagliö jarpt. Fæturnir voru langir og grannir, hófarnir form- fastir, fótaburðurinn lipur og léttur. Hann reisti fagurt og þrótt- mikið höfuðið í fang reiðmannsins. Augun tindruðu af fjöri og greind. Við riðum þembing, áðum um hádegisbilið í fögrum lautar- bolla skammt frá veginum, létum reiðskjótana blása lir nös. sprettum af þeim reiðverin. Hestarnir veltu sér hressilega og gripu niður í ilmandi valllendisgrasið. Hreppstjórinn opnaði hnakktöskuna, forðahúrið, fyllti vasa- fleyginn, mælti kankvís fyrir minni IJannlaganna. Svo var skál þeirra kneyfuð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.