Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Page 21

Eimreiðin - 01.10.1949, Page 21
eimreiðin GESTUR 257 liyglað. Hann varð gæfur og góðlyndur, en daufgerður og fjör- laus. Svo liðu fram tímar. Hvítasunnudag einn var beizli og hnakkur, livorttveggja nýtt af nálinni, lagt við Gest. Það átti að ferma í sókinni. Fóstri Gests sat á baki hans, glaður og reifur. Þessi dagur markaði tímamót 1 ævi æskumannsins. Gestur var orðinn glæsilegur liestur, stór og þróttmikill efdr ablri. Hann liafði verið bandaður sumarið áður. Yar ljúfur og léttur á taumum, bar sig vel, flugvakur, en ferðlaus og vilja- daufur. Hrossagrúskarar sögðu, að bann hefði sofandi augu og myndi alltaf verða skerpulaus. Á leiðinni frá kirkjunni var fjölmenni samferða fyrstu bæjar- leiðirnar. Voru margir sæmilegir liestar í hópnum, enda var sprett úr spori. Þá var eins og Gestur vaknaði af dvala. Hann lagði sig fram á skeiði og reif sig áfram á slíkum kostum, að liann þurrkaði sig af ýmsum beztu liestum sveitarinnar. Þótti þá sýnt, yfir livaða liæfileikum liann bjó. Fermingardrengurinn gleymdi aldrei þessum degi. Margar yndisstundirnar átti liann eftir þetta á bakinu á Gesti. Og ánægj- an af samvistum þeirra var alltaf gagnkvæm: þeir skildu hug og tilfinningar livor annars, brauðmoli úr liendi, klapp á makk- ann, var launað með ástarbótum: mjúkum flipa við vanga, bljóð- látu lineggi í eyra. Svo syrti að í afdalabænum. Ekkjan veikdst liastarlega. Sonur liennar brá við til að hafa tal af lækni og ná í meðul. Það var óralöng leið, yfir óbrúaðar ar’ seni voru í foraðsvexti eftir þrálátar baustrigningar. En Gestur skilaði honum greiðlega yfir fjarlægðir og torfærur. Sjaldan ^lafði samvinna þeirra verið nánari. Heimferðin var sérstaklega erfið. \ norðanstórviðri með áköfum ofanburði og í glóru- ^ausu náttmyrkri brutust þeir áfram. Ungi maðurinn vissi varla, livar þeir fóru, en treysti á fótlipurð og ratvísi Gests. Hesturinn l*rást heldur ekki traustinu, nam ekki staðar fyrr en við liúsið sitt. Þá var búsfreyjan í heiðarbænum önduð. Uestur fékk fullan stall af ilmandi lieyi, mjólk og vatn til að 17

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.