Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 23

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 23
EIMRKIÐIN GESTUR 259 Um vorið skreiS Gestnr fram, grindhoraSur, skáldaður, hryggð- armynd, með blaktandi augu. Um sumarið safnaði hann kröftum nieð stóði inni á afréttum. Um haustið var hann seldur í þrældóm til Englands. Þetta var á stríðsárunum. Skipið, sem flutti Gest xir landi, var skotið í kaf við Skotlandsstrendur. Sjónarvottur sagði, að frá skipinu liefði synt rauður hestur, glófextur, með hvíta stjörnu í enninu. Bárukrakkaldið brotnaði a brjóstum hans. Hann stefndi norður til Islands. Og hann hefur komizt heim“. Málhvíld. Snjóliríðin liamast, myrkrið er orðið glórulaust. Mað- Wrinn byrjar að tala á ný, hvíslar, eins og þegar gælt er við barn: ^hegar ég stíg út úr gjörningaþoku þessarar tilveru, þá leita eg mn í faðm leyndardómsfullra fjalla — fjallanna minna. Og eg skynja hófaslátt á hörðum valllendisbökkum við silfurtæra bergvatnsá. Uar ert þú — Gestur — á ferð, bnarreistur með flaxandi fax, Ujáls og fagur mætir þú mér, eins og hlýr andblær, mettaður ilmi 'ors og sólar. Þú hneggjar hátt og fagnandi, leggur höfuðið á öxl mina. Augu þín sindra af fjöri og feginleik. Við mætumst þarna hraustir og ungir í annað sinn“. Skoðanakönnun Eimreiðarinnar 1948—1949. ÚRSLIT. ■Spurningin, sem lögð var fyrir lesendurna, var á þessa leið: Hvern hljið þér beztan rithöfund, sem nú er uppi með íslenzku þjóðinni? Mls bárust Eimreiðinni 1224 svör við spurningunni, og skiptust at- U’æðin niður á 16 höfunda. Þessir 4 höfundar fengu flest atkvæði: DavíS Stefánsson frá Fagraskógi fékk 275 atkvæði, eða tæpl. 22,5% aHra greiddra svara. Gunnar Gunnarsson 207 atkv., eða tæpl. 17% allra greiddra svara. Halldór Kiljan Laxness 203 atkv., eða rúml. 16,5% allra gt'etddra svara, og Kristmann GuSmundsson 196 atkv., eða rúml. 16% ahra greiddra svara; aðrir höfundar minna. Verðlaunin, sem heitið var í sambandi við könnun þessa, kr. 100,00, e,m * hlut svaranda undir nafninu „Örn frá Steðja“, og er hlutaðeig- ®ndi beðinn að vitja eða láta vitja verðlaunanna sem fyrst í Bókastöð 'Ptreiðarinnar, Aðalstræti 6, Rvík. Svo þakkar Eimreiðin öllum þeim, sem þátt tóku í skoðanakönnun Pessari.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.