Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 44

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 44
280 TRÝNAVEÐUR EIMREIÐIN vík, sem þá var á þilskipinu „Pollux“ frá Patreksfirði, hefði fengið þennan kola á færi „úti fyrir Víkunum“ fyrir 8 dögum síðan, merkt hann í sporðinn þessu merki, er væri hans fiski- mark, og að því búnu varpað honum fyrir borð. Grallari þessi, sagði Abraham, væri tæp 17 pund á þyngd, og að Gunnlaugur mundi drukkna hér í liafinu, úti fyrir Vestfjörðum, að tæpum 17 árum liðnum frá þessum tíma að telja. Hann mundi týnast einmitt í sömu átt og úr kæmi manndrápsveður það, er nú værí í aðsigi — og rétt aðeins ókomið“. Að svo mæltu stakk liann fingri undir tálknop grallarans, vó hann og dró hann liægt og hispurs- laust upp með byrðingnum, laumaði honum gætilega út fyrir borðstokkinn og lét hann í sjóinn“. „Reyndist þetta ekki eintóm rökleysa og kjaftæði?“ spurði ég. „Nei. Það var nú eittlivað öðru nær!“ svaraði sögumaður. „Eng- inn okkar vissi þá, að Gunnlaugur væri á þessu skipi, er Abra- ham nefndi. En þetta kom allt fram og reyndist rétt, er hann sagði. Formaðurinn hitti Gunnlaug á Eyrum, hálfum mánuði síðar, og reyndist þetta rétt með „grallarann“. Gunnlaugur liafðí dregið stóran grallarahlennn á þeim degi og á þeim stöðvum og á því skipi, er Abraham tiltók, merkt hann áðurgreindu merki og kastað honum fyrir borð. En þetta gat enginn vitað út í fra, því skip það, er Gunnlaugur var á, hafði ekki liaft neitt sam- band við land, frá því grallarinn var fyrst veiddur og merktur, og var einhversstaðar titi á rúmsjó, ókomið inn úr veiðiför, þá er hann endurveiddist. Þetta var föstudaginn 12. júní 1908, er Abraliam las á „grallarann“. Víst man ég þann dag eins og gerzt liefði í gær. Það er dagurinn mikli. Og allt kom það fram, er Abraham sagði fyrir um afdrif Gunnlaugs. — Gunnlaugur drukkn- aði úti fyrir Vestfjörðum tæpum 17 árum síðar, af togaranum Field-Marshall Robertson, er fórst þar með allri áliöfn, 35 mönn- um, í mannskaðaveðrinu mikla, 7.—8. febrúar 1925. 1 því sania veðri og á sömu slóðum fórst þá um leið annar íslenzkur togari, Leifur heppni, með allri áliöfn, 32 mönnum“. „Þetta lieitir nú að vera þægilega vitlaus!“ varð mér að orði. „Það má vel vera“, svaraði IJlfur Uggason. „En ekki hafði Ahraham fyrr lokið við að lesa á kolann og laumað honum ut fyrir borðið en hann lagði á fyrstu þoturnar. Það var eins og hendi væri veifað. Það var eins og þoturnar kæmu beint að ofan,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.