Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 48
284
TRÝNAVEÐUR
EIMREIÐIN
„Og báð’ir verðið þið dauðir á undan mér, en skammt má sköp-
um renna!“ mælti Gísli prúði, og var þá sem liagl hrykki af augum
hans. En Gísli prúði átti ekkert skip sjálfur, þessi mikli og al-
ræmdi sægarpur, sem þó ætíð var formaður og aflakóngur, hvar
sem hann reri. Hann var svo góðsamur og greiðugur, að ekki
mátti hann aumt sjá. Hann leyfði oft fátækum mönnum að fljóta
með sér, þó hann hefði fullskipað lirvals hásetum, og gaf þeim
allan aflann. Og margsinnis skipti hann öllum hlut sínum milli
fátæklinga og gekk sjálfur frá með tvær hendur tómar. En allt
fór eins og þeir sögðu livor öðrum, þessir miklu formenn. Báðir
dóu þeir á undan Gísla, en liann var af einliverjum ástæðum
neyddur til að taka við formennsku á Yarginum, og þar fórst
liann í fyrstu sjóferðinni á því skipi, sá mikli sægarpur, með öll-
um sínum hásetum, allt úrvalaliði. Sást aldrei neitt síðan, hvorki
af skipi eða mönnum. Með lionum fórst faðir minn, frá mér og
okkur börnum sínum, öllum kornungum. Við fórum á sveitina.
Þess vegna varð ég aldrei að manni. Ég var boðinn upp, eins og
skranvara, og það oftar en einu sinni. En sá var þó munurinn,
að ég var ætíð sleginn lægstbjóðanda og því talinn miklu minna
virði en almennilegt rusl og skran, sem þó ávallt er slegið hæst-
bjóðanda. Ég átti illa ævi, eins og á mér sér, enda varð ég aum-
ingi og mannleysa. En blessaður sé Gísli prúði! Og blessuð sé
minning hans! Éfí sá hann á sjónum í dag! Og það er óvíst, að
við værum nú hér, hefði hans ekki notið við!“ Og nú tárfelldi
gamli maðurinn og tók að raula vísu, er ég liafði heyrt liann að
minnsta kosti hundrað sinnum áður raula fyrir munni sér, en
þó ávallt með nýrri og nýrri stemmu, er hann bjó til sjálfur, —
allt eftir því hvernig í honum lá:
„öldin lúða lending fann, En Gísla prúða vanta vann
lamin úða drifi. — og Varginn súða úr Rifi“.
Franzmennirnir voru liættir að „bonna“ og farnir. Og nú koin
kaffið og formaðurinn með hálfflösku af brennivíni: „Miklir
andskotans þjófar að þeir eru orðnir, þessir kaupmenn! Það
kostar nú bara 50 aura upp á glasið, móti innskrift!“
„Er þá ekki glerið innifalið í því verði?“ spurðu þeir háðir
í senn, Isak og Jakob, en Abraliam steinþagði.