Eimreiðin - 01.10.1949, Qupperneq 51
EIMREIÐIN
Nýjar uppgöivanir
Ailaníis.
Undanfarin tvö sumur hefur Landfræðifélag Bandaríkjanna í
^ashirigton gert lit leiðangra til þess að rannsaka neðansjávar-
Uallgarð þann hinn mikla, sem liggur eftir endilöngu Atlantshafi
miðja vegu milli heimsálfanna Evrópu og Afríku að austan og
Áorður- og Suður-Ameríku að vestan.
Formaður rannsóknarleiðangursins frá síðastliðnu sumri var
^laurice Ewing, prófessor í jarðfræði við Columbia-liáskólann.
Skil> leiðangursmanna lieitir „Atlantis“ og er búið öllum þeim
Uillkoninu8tu áhöldum og tækjum til neðansjávar- og botnrann-
sókna, 8em mannlegu hyggjuviti og tækni liefur tekizt að fram-
leiða til þessa.
Árangurinn af neðansjávarrannsóknum þeim, sem framkvæmd-
ar hafa verið á „Atlantis“, hefur meðal annars liaft í för með
nýjar vísindalegar ráðgátur, sem jarðfræðingar brjóta nú
nann um og reyna að leysa. Ein af þessum ráðgátum er fjöru-
TOssandurinn, sem djúpskafan á „Atlantis“ kom upp með í
*nniar af botni Atlantsliafsins, og liggja sum þessi neðansjávar-
jöruborð, sem fundust, í allt að 1200 enskra mílna fjarlægð frá
pan,]i. Dýpið niður að þessum fjöruborðum er 3000 til 6000 metrar.
. voru tvö fjörusandslög rannsökuð nákvæmlega, annað
3200 metra dýpi og liitt á 5600 metra dýpi. Komust leiðang-
ursmenn að þeirri niðurstöðu, að fyrrnefnda sandlagið væri allt
u 100 þúsund ára gamalt, en það síðarnefnda allt að 325 þiisund
a^a gamalt. Var þetta reiknað út eftir dýpinu og botnfallinu
311 a hvoru sandlaginu um sig.
^ Um tvær skýringar getur verið að ræða á þessu fyrirbrigði.
Vl nin það er enginn vafi, að einhverntíma í fyrndinni hefur
fessi Ijörusandur, sem nú er 3000-—6000 metrum undir yfirborði
sins, verið þurrlendi og sjávarströnd út að opnu hafi. Annað
v°rt hefur þá þetta land sokkið í sæ um 3000—6000 metra eða