Eimreiðin - 01.10.1949, Síða 54
290
STJÓRNLÖG
EIMREIÐIN
ins og yfir hinum kjörnu fulltrúum þess. Kjósendur og fram-
bjóðendur eru þeim frumrétti sínum sviptir, þótt ekki sé að fullu
í orði þá samt í raun, að korna fram sem frjálsir menn. Kjósendur
eiga þess engan raungæfan kost að kjósa frjálsa menn til frjálsrar
þjóðarsamkomu, þeir eru skorðaðir við það að kjósa frambjóð-
endur, sem gefizt liafa fyrirfram á vald einhvers liinna stríðandi
stjórnmálaflokka um völdin í landinu. Og óháðir frambjóðendur
þurfa ekki að láta sér koma til hugar, að þeir geti rofið svo hið
„skipulagða“ kjósendalið flokkanna, að nokkrar líkur séu til
nægs kjörfylgis.
Þessu viðundurs fyrirkomulagi vilja flokkarnir ekki sleppa;
þeir vilja ekki sleppa aðstöðunni til að keppa um að ná þjóðvald-
inu í sínar hendur, ef ekki að fullu þá í „samvinnu“ við aðra
flokka. Einmitt þess vegna vilja þeir fá að setja þjóðveldinu lög?
til þess að ekki verði við þessum forréttindum þeirra hreyft. Hver
flokkurinn fyrir sig telur sjálfan sig helzt fallinn til valdanna
og bezt að þeim kominn. En af þessunt ástæðum eru þeir þá líka
óhæfir til að setja þjóðveldinu grundvallarlög.
RAUNASAGA.
Stjórnmálaflokkar voru að vísu til fyrir 1932, en án þeirra
forréttinda, sem þeir fengu þá, enda liefst ekki verulega fyrr en
upp frá því hin stjórnarfarslega raunasaga. Eftir tvennar næstn
kosningar á eftir skiptu tveir flokkanna með sér völdunum. En
brátt eftir síðari kosningarnar brá liin kaldrifjaða reynsla f*tJ
fyrir þessa valdasamvinnu. Stjórnarhættirnir höfðu verið svo
óliagrænir, að ríkisstjórninni var ekki orðið unnt að reka þjó^'
arbúið.
Síðan hefur hver valdaskiptasamningurinn rekið annan og hver
stjórnarkreppan aðra allt til þessa dags, sem nægilega er kunn-
ugt. Á 10 árum er búið að gjöra eina 8 slíka samninga, ef ekki
fleiri, og allt liafa það verið vandræðastjórnir, sem eftir þein>
hafa stjórnað. Undanskilja má að nokkru utanþingsstjórnina, en
flokkarnir gerðu hana að vandræðastjórn. „Stríðsgróðinn“ fleyW1
þjóðarbúskapnum áfram meðan til vannst, en nú er hann bund
inn og eyddur. Þrátt fyrir liann hefur á þessu stutta tímabib
orðið að grípa þrisvar til óvenjulegra og vafasamra úrræða tJl