Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 58
294
STJÓRNLÖG
E'MREIÐIN
úrlausnar á hverjiun tíina. Viðhorf til mála er breytilegt eftir
tíma og ástæðum.
Að þetta sé rétt, sannast ótvírætt af nærtekinni reynslu.
Allt frá því er þjóðin fékk sérmál sín leyst undan íhlutun og
yfirráðum Dana — og reyndar allt frá endurreisn alþingis —■
og þar til er valdstreitu liinna skorðuðu stjórnmálaflokka tók
að gæta við úrlausnir alþjóðarmála — voru þau leyst á eðlilegan,
og hinn eina lieilbrigða hátt — með meirihlutaafgreiSslu frjálsra
manna á frjálsri þjó&arsamkomu, þ. e. með meiri hluta fylgi vh5
málin, eins og þau horfa við á líðandi stund. Stjórnarkreppur
þekktust ekki, né óliagræn afgreiðsla þjóðhagsmála. Á hverju
þingi myndaðist á eðlilegan hátt meiri liluti og minni liluti uro
þau höfuðmál og stefnur, sem kosningar höfðu snúizt um, og
stjórnarforusta byggðist aftur á þeim meiri hluta. Stjórnin réð
afgreiðslu fjárlaga og bar ábyrgð á þeim. Um minniháttar niál,
sem fram komu á þingum, voru þingmenn jafnt eftir sem áður
óbundnir. Þetta eitt sœmir frjálsri þjóS í frjálsu landi. Fyrir þessu
og fleiru, sem hér er sagt, hef ég gjört nánari grein í riti mínu,
Refskák stjórnmálaflokkanna.
Það er þess vegna langt frá því, að fastir og skorðaðir stjórn-
málaflokkar séu stjórnarfarsleg nauðsyn. Þeir eru þvert á nióti
sá meinvaldur í stjómmálalífinu og þjóðlífinu, sem öllu stjórn-
málalegu öngþveiti veldur, óhagrænni afgreiðslu mála og stjórn-
arkreppum. Það mætti nú vera orðið augljóst mál og óvefengjan-
legt, að framgjarnir og valdsæknir menn — flokksforingjarnir —
nota flokkana og flokkakerfin aðeins sem tæki sín til að lyfta ser
til áhrifa og valda.
Til þess að ná aftur þeirri skipan í þessu efni, sem áður var,
þarf aðeins og fyrst og fremst að breyta kjördæmaskipuninni
alfarið í einmenningskjördæmi. Skiftir þá ekki máli, þótt kjor-
dæmin séu misfjölmenn. Eðlilegast er og þá, að hvert sjálfstæt1
lögsagnarumdæmi kjósi einn þingmann. Til samkomulags kænii
þó til álita, að liöfuðstaður landsins, sökum fjölmennis, fengi
kjósa 2—4 þingmenn, þó því aðeins að lionum væri skipt í ja^n
mörg einmennings kjördæmi. Með þessari skipan næðist einnig
á eðlilegan hátt það jafnvægi, sem menn hyggja að næðist með
skiptingu landsins í fjórðunga, fimmtunga eða sjöttunga.
Með svona kjördæmaskipun veldust á þjóðþingið þeir inenn,