Eimreiðin - 01.10.1949, Page 60
296
STJÓRNLÖG
eimreiðin
andí stjómarfars. Skal það nú að lokum dregið sanian í stuttu
máli.
1. Sérstakt þjóðþing á Þingvelli við Öxará á að setja liinu endur-
heima þjóðveldi stjórnlög, en ekki alþing.
2. Gæta þarf þess, að stjórnarskrá og kosningalög gefi kerfis-
bundnum stjórnmálaflokkúm engin sérréttindi, né sérrétt-
indaaðstöðu, við framboð og kosningar til alþingis.
3. Til tryggingar gegn því, að kerfisbundnir, skipulagðir stjórn-
málaflokkar nái aðstöðu til að berjast og semja sín á milb
um yfirráðin yfir þjóðveldinu, þurfa þingmenn að vera alfarið
kosnir í einmenningskjördæmum.
4. Kjördæmin séu miðuð við skiptingu landsins í sjálfstæð lög-
sagnarumdæmi, sbr. þó það, sem fyrr var sagt um undan-
tekningu fyrir liöfuðstað landsins.
5. Setja þarf fastari skorður en verið liefur gegn því, að alþing
óg ríkisstjórn gangi ekki á snið við stjórnarskrána.
6. Ríkisforsetanum sé gefið valdsvið og vald í líkingu við það,
sem er í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
NIÐURLAGSORÐ.
Það má vera augljóst mál, að litlu þjóðríki sem voru, lientar
ekki að ala innbyrðis sundurþykki og úlfúð, sem jafna má við
borgarastyrjöld, um völdin í landinu. Ekkert ríki fær staðizt, sem
er sjálfu sér sundurþykkt. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir
föllum vér. Stafabindið er sterkt, meðan það er bundið saman,
en veikt og brotbætt, sé það leyst sundur.
Að lyktum þetta:
Hversu vel sem gengið væri frá þjóðveldislögunum að öðru
leyti, er ekki að vænta heilbrigðra og áfallalausra stjórnliátta, ef
látin verða leika áfram lausum liala skipulögð, föst kerfi lieift-
úðugra valdsóknarflokka, sem keppa um stjórnvölinn. Með þvi
er þjóðareiningin rofin og þjóðríkinu liáski búinn.