Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Page 62

Eimreiðin - 01.10.1949, Page 62
298 DROTTNING ÖRBIRGÐAR OG ÆVINTÝRA EIMREIÐIN aðist þó áfram jafnt og stöðugt. Þráinn horfði á liana með athyglii en sat samt kyrr og þegjandi. Þústan seig áfram ofan brekkuna, heim yfir Stekkjartúnið og yfir Borgarlækinn og nálgaðist óðum Lambhússhólinn. Þá stóð Þráinn upp og gekk á móti henni. Hann fór sér hægt, var fremur liáleitur og dinglaði skottinu vinalega, er hann nálgaðist liana. Síðan gekk hann alveg að henni og nuddaði sér vinalega upp við hana. Og þá kom í ljós gildvaxinn handleggur og liönd, sem klappaði honum. Komu síðan bæði labbandi ofan hólinn heim að bænum. Allt í einu kallar yngsta telpan upp, um leið og hún lileypur af stað á móti tvímenningunum: „Brandþrúður, Brandþrúður! Þetta er liún Brandþrúður!“ Og svo hlupu allir krakkamir á móti henni. Brandþrúður gamla var ævintýrið og þjóðsögurnar ljóslifandi og holdi klætt. I þeim heimi lifði hún og andaði, og þar sló lijarta liennar og bærðist í sorg og sælu, grát og gleði, utar og ofar striti liversdagsleikans og störfum á harðbalakoti á útskaga, 1 einangrun og fásinni. 1 mjúkum liöndum sínum og hlýjum hélt hún Máríutásu-lopa ævintýra og sagna og spann úr lionum gbtr- andi lýsigulls-þræði, tvinnaði þá og þrinnaði og óf síðan úr þeim með fjöllitu hýalíns-ívafi dásamlegar glitvoðir, sem hún síðan tjaldaði yfir barnahópinn á kvöldin, þar sem hún var lang- þráður og kærkominn aufúsugestur. Undir þeim tjaldhimni livarf börnunum lieimur allur og veruleiki um hríð, og livert ævintýn var sem „renni, renni rekkja mín“ eða „fljúgðu, fljúgðu klæði , sem bar börnin óravegu til nýrra landa og ókunnra, þar sem sól skein daga og nætur yfir grænum skógum. Og skrautlegir fuglar sungu sætum róm. Þar var hvorki skammdegi né vetrarríki. Þar var gott að vera! Bamsliugurinn liló og grét með sögukonunni eftir hljóðfalli sagnarinnar og hrynjandi. Og hugur þeirra varð fleygur. Sumra hverra bæði léttfleygur og langfleygur. Því að flugfjaðrirnar uxu óðuin á þessum rökkurkvöldum í renni-reið ævintýra og sagna. — Litlu stúlkurnar grétu með Brandþrúði og Gríshildi góðu. Og svo litu telpurnar með athygli á fingurgóma sína til

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.