Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 64
300
DROTTNING ÖRBIRGÐAR OG ÆVINTÝRA EIMREIÐIN
En stundum gat fullorðna fólkið ekki á sér setið né hallað sér
út af í rökkrinu, lieldur settist það líka hjá Brandþrúði og lilust-
aði einnig á ævintýri hennar og sögur. En þá var samt oftar beðið
um þjóðsögur, — og stundlun um draugasögur. Þá þrýstu börmn
sér þéttar upp að Brandþrúði gömlu og héldu sér fast í liana á
alla vegu. Þau minnstu smeygðu sér jafnvel upp í fang hennar.
Og faðmur Brandþrúðar gömlu stóð þeim alltaf opinn, hlýr og
móðurlegur. Þetta voru allt börnin hennar, hvar sem hún koni.
önnur böm átti hún ekki. Enda var hún livorki gift né við karl-
mann kennd alla sína löngu ævi.--------
Það var ekki langur spretturinn fyrir börnin á móti þeim
Brandþrúði gömlu og Þráni. En þá var samt yngsta telpan komin
til Iiennar og búin að ná í aðra höndina á henni. Og henni sleppt1
hún ekki aftur. Brandþrúður gamla laut niður og kyssti öll börnin
innilega. Bjart og kringlótt andlit hennar Ijómaði broshýrt og
blítt út úr öllum dúðanum, og hver hrukka þess var sem gullin
rák í gömlu og máðu bókfelli með skrautlegu munkaletri í hverri
línu. Síðan hengdu börnin sig öll utan í hana, hvar sem taki
varð náð. Og að lokum varð Brandþrúður gamla að taka minnstu
telpuna upp í fang sér til að rýma til fyrir hinum. Og samt skorti
hana anga og útlimi, svo að öll fengju nægilega traust tak og
eignarliald á persónu liennar. En nú var stutt eftir til bæjar.
Húsbændurnir höfðu fengið pata af, hver væri hér á ferð, og
voru nú komin út til að taka á móti henni og leiða liana inn í
bæinn.
-----Að klukkustund liðinni var móttökunum lokið. Brand-
þrúður hafði hresst sig vel á lieitu og góðu kaffi og góðri máltíð,
sagt helztu fréttirnar og hallað sér síðan út af til að láta líða úr
sér mestu þreytuna. Hún var komin alllanga leið norðan úr víkum,
frá yzta nesi þar nyrðra, liafði farið að heiman bráðsnemma um
morguninn. Færðin hafði verið allgóð, en þó þæfingur með köfl-
um, og hríðarhraglandi öðru hvoru. Hún bjó ein með bróður
sínum á útkjálkajörð og fór venjulega lítið að heiman, nema
þessa árlegu útmánaðaför sína í Fjörðinn til að heilsa upp á kunn-
ingjana og gleðja blessuð börnin. Hún var alltaf jafn velkomm
og allsstaðar. Börnin hlökkuðu alltaf til komu hennar, er hún