Eimreiðin - 01.10.1949, Page 66
eimreijin'
Enn um silfursalann
og urðarbúann.
Eftir Halldór Stefánsson-
Það hefur jafnan vakið atliygli og umtal, og þótt vera liarm-
sögu atburðir, er menn liafa beðið líftjón í hríðum og liarðinduni
á leið yfir fjöll og firnindi. Þegar frá h'ður, tekur að „fenna í
sporin. Minningin um atburðinn smágleymist og fellur að lokuni
í gleymskunnar hyl.
En síðar geta þó slíkir gleymdir eða hálfgleymdir atburðir risið
úr gröf gleymskunnar í litskrúði þjóðsagna og ævintýra, magn-
aðir af óhugnaði grunsemda um ódáðaverk, og svo loks fágaðir
af skáldlegu hugarflugi.
Á þenna hátt hefur farið tim meir en aldar gamlan atburð, er
umferðarsali glysvarnings einn mun hafa farist á leið yfir Smjör-
vatnsheiði.
1 nýútkomnu minningariti Ara sýslumanns Arnalds er til upp-
fyllingar aðalefninu m. a. frásögn um þenna harmsögu atburð, til
orðin og lituð á þann fjölskrúðuga hátt, sem að framan getur.
Frásögn sína nefnir hann: Silfursalinn og urðarbúinn. Htin liafði
birzt áður í útvarpi og tvisvar á prenti; er því víðkunn.
Umferðarsalinn er látinn liverfa á leið milli Fossvalla og Kirkju-
bæjar. Þetta á að liafa gerzt á gamlársdag árið 1830. Er látinn
liggja grunur að því, að bóndinn á Fossvöllum hafi unnið á „Silf-
ursalanum“ á gljúfurbarmi Jökulsár, austanvert, og urðað hann
þar. Þetta á að hafa gerzt í logndrífu, en hjarnfreðin jörðin undir
lognfölinu.
Tilgreindir eru Iieimildarmenn frásagnarinnar, S manns, allt
mætisfólk, hinir elztu þeirra fæddir u. þ. h. 10 árum eftir hvarf
umferðarsalans.
Augljóst er, að söguritarinn hefur ekki hirt um, að frásögnin
hefði á sér sannsögulegan blæ. Þannig lætur hann umferðarsal-