Eimreiðin - 01.10.1949, Síða 74
310
RADDIR
EIMREIÐIN
þessu litla en ákaflega merkilega
þjóðarbroti ósegjanlega mikils-
verð aflsuppspretta. Við fögnum
því, að deilumar eru nú hjaðn-
aðar, og við dáumst að þeirri
þrautseigju, sem enn streitist við
að halda uppi íslenzkri kirkju í
Vesturheimi. Við vildum gjarna
mega vona að þetta mætti stuðla
að því, að leyst yrði af hendi það
mikilvæga starf, sem hér hefur
verið ymprað á að vinna þyrfti.
Því vestanhafs verður það að
vinnast.
Hitt verkið er að rita sögu ís-
lenzkra bókmennta í Vesturheimi.
Þar er ekki bara um merkilegt
efni að ræða, heldur efni, sem
efalítið er hreinlega einstætt í
allri bókmenntasögu heimsins. Ef
nokkur lieilbrigður metnaður er
til í okkar þjóð, þá á Alþingi að
koma hér til skjálamva —- og það
án frekari tafar — með því að
leggja fram það fé, er tryggi, að
þetta verk verði unnið.
Til skamms tíma styrkti Al-
þingi (ekki af óihuga, heldur ein-
skærum aulaskap) danskar bók-
menntir fyrir austan Englands-
haf, en lét sig engu skipta ís-
lenzkar fyrir vestan Atlantshaf.
Er þess að vænta að því liafi á
fáum árum aukizt sá skilnings-
þroski, að það sinni þessu máli?
Ekki ættum við að örvænta um
það. En hvað sem líður skilningt
eða skilningsleysi þingsins, þá er
það víst, að „þér vinn eg, konung-
ur, það sem eg vinn" — að is-
lenzkir höfundar vestra vinna
fyrir okkur og hafa ávallt gert.
Þó hefur okkur þólcnazt að láta
vestur-íslenzk góðskáld, jafnvel
stórskáld, eins og Stephan G. Step-
hansson og Guttorm J. Guttorms-
son, ólaunuð á meðan við hálaun-
uðum lélega bögubósa hér heinia.
Svona er jafnvel Njáll misvitur.
Enn er það eitt, sem áð vísií
er ekki eins nauðsynlegt, en ma
þó teljast harla æskilegt, en þaá
er, að ritaðar yrðu æviskrár Vest-
ur-íslendinga, í líkingu við bók
þá, er Brynleifur Tobíasson hefur
samið um samtíð sína hér í heima-
landinu. Einnig þetta yrði að ger-
ast vestanhafs, og væri þó l‘ka
það fyrir okkur gert miklu fremui
en aðra.
Þessar bendingar kann nú sum-
um að þykja líkastar því sem vili1
ég segja löndum vestra fyrir verk'
um. Ekki óttast ég, að þeir sj&lfir
taki það þannig, enda munu þeir
sjá þörfina fullt svo vel sem e<J'
En það hefur verið siður þeirru>
og sýnir manndóm, að bollaleggia
ekki fyrri en þeir sáu mögideika
til framkvæmda.
Sn. J-