Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 22
10 KALDA STRlÐIÐ OG ISLENZK MENNING EIMREIÐIN verða reknar ofan í höfundana af samlöndum þeirra, ef settar væru fram um stórþjóðir, fá að standa andmælalaust og þykja góð latína, þegar lítt kunn smáþjóð á í hlut.“ Síðan þetta var ritað, hafa fslendingar með ærnum kostnaði aukið sendiráð sín og bætt við nýjum, meðal annars til þess að andmæla hættulegum rangfærslum um hina lítt kunnu smá- þjóð vora. Höfundur hinna réttmætu orða, er tilfærð voru, er nú einmitt sendiherra vor í Danmörku og mun því vafa- laust standa þar vel á verði gegn hvers konar rangfærslum í vorn garð. En bókmenntir vorar og tunga verður hvorugt frá oss tekið, því að hvort tveggja er samgróið eðli hvers íslendings og verður áfram, eins og líka heimilisiðnaðurinn og atvinnuhættir í sveitum og við sjó vottaði um sérstæða innlenda menningu allt fram á þessa öld, og gerir jafnvel enn víða, þrátt fyrir alla vora nýsköpun og stóriðju. Óviða er að leita betri raka fyrir því, hve rótföst og líf- seig íslenzk menning er, en í viðhorfi Vestur-fslendinga og afkomenda þeirra til gamalla og nýrra verðmæta hennar. Sé það nokkurn veginn rétt metið, sem nýlega hefur verið í ljós látið af þeim, sem bezt þekkja til landa vestra, að um 40.000 manns af íslenzku bergi brotnir séu nú uppi í Ameríku, þá er það æði fjölmennur hópur, þegar borið er saman við fólksfjöldann hér heima. Mikill hluti þessa fólks heldur í heiðri islenzkri sérmenningu, er meira og minna mótað af henni og virðist ekki gleyma henni, jafnvel þótt sjálf tunga vor eigi á hættu að verða smám saman ofurliði borin af þeirri tungu, sem þar er fyrir. Jafnvel meðal yngstu kyn- slóðar Vestur-íslendinga er að finna fólk, sem varðveitir menningu vora ótrúlega vel. í Bandaríkjunum og Kanada virðist líka ekkert vera gert til þess af hálfu stjórnarvalda að hefta sérmenningu þeirra þjóðabrota, sem þar hafa setzt að. Þvert á móti fá sérkenni þeirra að njóta sín, og engin höft eru á þau lögð. En það er meira en sagt verður um sum önnur stórveldi á hnetti vorum. Breytingar og byltingar þær, sem orðnar eru í atvinnu- háttum, framleiðslu og þjóðfélagsskipulagi undanfarin ár, hafa að sjálfsögðu haft sín áhrif á hina gömlu menningu vora. Upplausnar hefur gætt og gleymsku á dýrmæt verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.